Blóðslóð og haglabyssuför mæta íbúum í stigahúsinu Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2013 18:45 Íbúð byssumannsins við Hraunbæ er eins og eftir sprengingu. Blóðslóð liggur um stigaganginn og för eftir haglabyssuskot sjást á veggjum og hurð nágranna. Kona sem fylgdist með skotbardaganum segir ekki hægt að álasa lögreglunni um hvernig fór. Lögregluvörður er við húsið allan sólarhringinn. Rannsókn hins hörmulega atburðar er haldið áfram og sérfræðingar lögreglu sjást hér klæða sig í hlífðarsloppa. Íbúum stigagangsins var leyft að snúa aftur heim til sín í gærkvöldi en svo virðist sem aðeins einn þeirra hafi nýtt sér það. Aðrir virðast hafa kosið að sofa annars staðar og er það vel skiljanlegt í ljósi aðkomunnar. Þegar við gengum upp stigana í dag gátum við rakið blóðslóðina.Lögreglumaður ljósmyndar forhlað úr haglabyssu á ganginum framan við íbúð skotmannsinsÞegar komið var upp á stigapallinn á annarri hæð blasti við okkur staðurinn þar sérsveitarmenn lögreglu urðu fyrir haglabyssuskotum, í fyrra skiptið snemma nætur lenti skot í skildi sérsveitarmanns sem kastaðst við það aftur og féll niður stigann. Þegar sérsveitarmenn reyndu svo síðar um nóttina að fara inn í íbúðina skaut byssumaðurinn að þeim nokkrum skotum, samkvæmt frásögn lögreglu, og hitti í höfuð eins þeirra sem féll við. Í íbúðinni virtist allt vera á tjá og tundri og lögreglumaður sem við mynduðum notaði gasgrímu, þar sem ennþá voru leyfar í loftinu eftir gasið sem notað var til að reyna að yfirbuga manninn. Tæknideildarmenn lögreglu unnu þarna við að ljósmynda og skrá, sjá mátti á gólfinu leyfar af haglabyssuskotum, svokallað forhlað. Við sáum lögreglumann taka tvö slík upp og setja í poka.Lögreglumaður klæddist gasgrímu við rannsókn á íbúðinni í dag.Lýsingar nágranna á því sem gerðist um nóttina eru sláandi, eins og þegar skotmaðurinn var á svölunum. „Hann er að plamma á þá hérna og þeir eru að skýla sér bak við bílana,“ sagði Kristbjörg Jónsdóttir en sérsveitarmenn voru þá neðan við eldhúsgluggann hennar. Kristbjörg og Vigfús Ingvarsson, maður hennar, heyrðu líka í atganginum í stigaganginum. „Þegar var skotið á lögreglumanninn og hann rúllar niður tröppurnar. Við heyrum í járninu í handriðinu. Það eru alveg ofboðsleg læti.“ Átökunum lauk með því að lögreglan særði skotmanninn til ólífis. Spurð um framgöngu lögreglunnar og hvort þetta hefði þurfti að enda með þessum hætti svarar Kristbjörg: „Hvað átti hún að gera? Við heyrðum alveg hvað var í gangi. Hann skaut á lögreglumennina. Hvað gátu þeir gert annað? Ekkert, held ég.“ -Þannig að það er engin ástæða til að gagnrýna lögregluna? „Það finnst mér ekki. Alls ekki. Við sáum alveg í hvaða hættu þeir voru hér og heyrðum það líka. Þannig að ég get ekki sett neitt út á lögregluna.“ Vettvangsrannsókn er hvergi nærri lokið. Lögregla segir mikið verk óunnið og býst jafnvel við að hún geti staðið út þessa viku. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira
Íbúð byssumannsins við Hraunbæ er eins og eftir sprengingu. Blóðslóð liggur um stigaganginn og för eftir haglabyssuskot sjást á veggjum og hurð nágranna. Kona sem fylgdist með skotbardaganum segir ekki hægt að álasa lögreglunni um hvernig fór. Lögregluvörður er við húsið allan sólarhringinn. Rannsókn hins hörmulega atburðar er haldið áfram og sérfræðingar lögreglu sjást hér klæða sig í hlífðarsloppa. Íbúum stigagangsins var leyft að snúa aftur heim til sín í gærkvöldi en svo virðist sem aðeins einn þeirra hafi nýtt sér það. Aðrir virðast hafa kosið að sofa annars staðar og er það vel skiljanlegt í ljósi aðkomunnar. Þegar við gengum upp stigana í dag gátum við rakið blóðslóðina.Lögreglumaður ljósmyndar forhlað úr haglabyssu á ganginum framan við íbúð skotmannsinsÞegar komið var upp á stigapallinn á annarri hæð blasti við okkur staðurinn þar sérsveitarmenn lögreglu urðu fyrir haglabyssuskotum, í fyrra skiptið snemma nætur lenti skot í skildi sérsveitarmanns sem kastaðst við það aftur og féll niður stigann. Þegar sérsveitarmenn reyndu svo síðar um nóttina að fara inn í íbúðina skaut byssumaðurinn að þeim nokkrum skotum, samkvæmt frásögn lögreglu, og hitti í höfuð eins þeirra sem féll við. Í íbúðinni virtist allt vera á tjá og tundri og lögreglumaður sem við mynduðum notaði gasgrímu, þar sem ennþá voru leyfar í loftinu eftir gasið sem notað var til að reyna að yfirbuga manninn. Tæknideildarmenn lögreglu unnu þarna við að ljósmynda og skrá, sjá mátti á gólfinu leyfar af haglabyssuskotum, svokallað forhlað. Við sáum lögreglumann taka tvö slík upp og setja í poka.Lögreglumaður klæddist gasgrímu við rannsókn á íbúðinni í dag.Lýsingar nágranna á því sem gerðist um nóttina eru sláandi, eins og þegar skotmaðurinn var á svölunum. „Hann er að plamma á þá hérna og þeir eru að skýla sér bak við bílana,“ sagði Kristbjörg Jónsdóttir en sérsveitarmenn voru þá neðan við eldhúsgluggann hennar. Kristbjörg og Vigfús Ingvarsson, maður hennar, heyrðu líka í atganginum í stigaganginum. „Þegar var skotið á lögreglumanninn og hann rúllar niður tröppurnar. Við heyrum í járninu í handriðinu. Það eru alveg ofboðsleg læti.“ Átökunum lauk með því að lögreglan særði skotmanninn til ólífis. Spurð um framgöngu lögreglunnar og hvort þetta hefði þurfti að enda með þessum hætti svarar Kristbjörg: „Hvað átti hún að gera? Við heyrðum alveg hvað var í gangi. Hann skaut á lögreglumennina. Hvað gátu þeir gert annað? Ekkert, held ég.“ -Þannig að það er engin ástæða til að gagnrýna lögregluna? „Það finnst mér ekki. Alls ekki. Við sáum alveg í hvaða hættu þeir voru hér og heyrðum það líka. Þannig að ég get ekki sett neitt út á lögregluna.“ Vettvangsrannsókn er hvergi nærri lokið. Lögregla segir mikið verk óunnið og býst jafnvel við að hún geti staðið út þessa viku.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Sjá meira