Þórey Edda Elísdóttir, þrefaldur Ólympíufari, hefur trú á því að Ísland geti átt sex fulltrúa í frjálsíþróttakeppni Ólympíuleikanna í Ríó árið 2016.
Þóreyr Edda er gestur Sportspjallsins þessa vikuna ásamt Gunnari Páli Jóakimssyni, þjálfara Anítu Hinriksdóttur og Kára Steins Karlssonar. Þau ræddu blómlegt frjálsíþróttalíf og umræðuna um Ríó 2016 má sjá hér að ofan.
Sportspjallið í heild sinni kemur inn á Vísi klukkan 12. Þar er meðal annars til umræðu næstu verkefni Anítu Hinriksdóttur og þeirri spurningu svarað hvort hún eigi skilið að verða kjörin íþróttamaður ársins.
Sportspjallið: Sex kappar til Ríó 2016?
Kolbein Tumi Daðason skrifar
Mest lesið


Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn




Segist viss um að Isak fari ekki fet
Fótbolti




Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Enski boltinn