Tónleikum Elton John í Rússlandi ekki aflýst Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. desember 2013 13:19 Elton John er ötull baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks. mynd/getty Ekki stendur til að aflýsa tvennum tónleikum breska tónlistarmannsins Elton John í Rússlandi um helgina þrátt fyrir að söngvarinn hafi sagst ætla að tjá sig á sviði um málefni hinsegin fólks í Rússlandi. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, undirritaði lög í sumar sem banna „áróður samkynhneigðra“ sem beinist að ungmennum. Í síðasta mánuði lofaði söngvarinn í viðtali við CNN að hann myndi tjá sig á tónleikunum um þessi umdeildu lög, en þeir verða haldnir í Moskvu í kvöld og borginni Kazan annað kvöld. Einnig hyggst hann hitta fólk úr samfélagi hinsegin fólks í borgunum. Tónleikahaldarinn, SAV Entertainment, hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að ekki standi til að aflýsa tónleikum, þrátt fyrir þrálátan orðróm um annað. John sagði í samtali við CNN að hann ætlaði sér þó að vanda orð sín, þar sem hann vill ekki láta vísa sér úr landi. Tónleikahaldarar sem stóðu á bak við tónleika Lady Gaga í Pétursborg í fyrra voru sektaðir í síðasta mánuði fyrir að brjóta fyrrnefnd lög. Var það í kjölfar þess að tónlistarkonan tjáði sig um réttindi hinsegin fólks í Rússlandi á tónleikum. Tengdar fréttir Skorar á Vesturlönd að setja rússneska þingmenn í ferðabann Nikolai Alekseev lögfræðingur og leiðtogi réttindahreyfingar samkynhneigðra í Rússlandi segir að það hafi ekkert upp á sig að sniðganga vörur eins og Stolichnaya vodka til að þrýsta á rússnesk stjórnvöld að bæta ráð sitt varðandi mannréttindi hinsegin fólks. 26. júlí 2013 14:03 Telja Rússa munu handtaka samkynhneigða ferðamenn Nýsamþykkt lög til höfuðs samkynhneigð í Rússlandi gætu orðið til þess að samkynhneigðir ferðamenn verði handteknir þar í landi. 12. júlí 2013 10:31 Fry líkir Pútín við Hitler Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Stephen Fry hefur bæst í hóp þeirra sem eru á móti því að Vetrarólympíuleikarnir árið 2014 fari fram í Rússlandi. 7. ágúst 2013 23:15 Forstjóri Stolichnaya Vodka fordæmir rússnesk stjórnvöld Aðalforstjóri Stolichnaya Vodka hefur í opnu bréfi til hinsegin samfélagsins um allan heim fordæmt stefnu rússneskra stjórnvalda varðandi réttindi hinsegin fólks og sver af sér öll tengsl við rússnesk stjórnvöld. 26. júlí 2013 10:53 Mynd af Pútín í kvennærfatnaði gerð upptæk Lögreglan í Rússlandi gerði áhlaup á listagallerí Í Pétursborg í þeim tilgangi að gera upptækar „móðgandi“ myndir af leiðtogum Rússlands 28. ágúst 2013 23:27 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ekki stendur til að aflýsa tvennum tónleikum breska tónlistarmannsins Elton John í Rússlandi um helgina þrátt fyrir að söngvarinn hafi sagst ætla að tjá sig á sviði um málefni hinsegin fólks í Rússlandi. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, undirritaði lög í sumar sem banna „áróður samkynhneigðra“ sem beinist að ungmennum. Í síðasta mánuði lofaði söngvarinn í viðtali við CNN að hann myndi tjá sig á tónleikunum um þessi umdeildu lög, en þeir verða haldnir í Moskvu í kvöld og borginni Kazan annað kvöld. Einnig hyggst hann hitta fólk úr samfélagi hinsegin fólks í borgunum. Tónleikahaldarinn, SAV Entertainment, hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að ekki standi til að aflýsa tónleikum, þrátt fyrir þrálátan orðróm um annað. John sagði í samtali við CNN að hann ætlaði sér þó að vanda orð sín, þar sem hann vill ekki láta vísa sér úr landi. Tónleikahaldarar sem stóðu á bak við tónleika Lady Gaga í Pétursborg í fyrra voru sektaðir í síðasta mánuði fyrir að brjóta fyrrnefnd lög. Var það í kjölfar þess að tónlistarkonan tjáði sig um réttindi hinsegin fólks í Rússlandi á tónleikum.
Tengdar fréttir Skorar á Vesturlönd að setja rússneska þingmenn í ferðabann Nikolai Alekseev lögfræðingur og leiðtogi réttindahreyfingar samkynhneigðra í Rússlandi segir að það hafi ekkert upp á sig að sniðganga vörur eins og Stolichnaya vodka til að þrýsta á rússnesk stjórnvöld að bæta ráð sitt varðandi mannréttindi hinsegin fólks. 26. júlí 2013 14:03 Telja Rússa munu handtaka samkynhneigða ferðamenn Nýsamþykkt lög til höfuðs samkynhneigð í Rússlandi gætu orðið til þess að samkynhneigðir ferðamenn verði handteknir þar í landi. 12. júlí 2013 10:31 Fry líkir Pútín við Hitler Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Stephen Fry hefur bæst í hóp þeirra sem eru á móti því að Vetrarólympíuleikarnir árið 2014 fari fram í Rússlandi. 7. ágúst 2013 23:15 Forstjóri Stolichnaya Vodka fordæmir rússnesk stjórnvöld Aðalforstjóri Stolichnaya Vodka hefur í opnu bréfi til hinsegin samfélagsins um allan heim fordæmt stefnu rússneskra stjórnvalda varðandi réttindi hinsegin fólks og sver af sér öll tengsl við rússnesk stjórnvöld. 26. júlí 2013 10:53 Mynd af Pútín í kvennærfatnaði gerð upptæk Lögreglan í Rússlandi gerði áhlaup á listagallerí Í Pétursborg í þeim tilgangi að gera upptækar „móðgandi“ myndir af leiðtogum Rússlands 28. ágúst 2013 23:27 Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Skorar á Vesturlönd að setja rússneska þingmenn í ferðabann Nikolai Alekseev lögfræðingur og leiðtogi réttindahreyfingar samkynhneigðra í Rússlandi segir að það hafi ekkert upp á sig að sniðganga vörur eins og Stolichnaya vodka til að þrýsta á rússnesk stjórnvöld að bæta ráð sitt varðandi mannréttindi hinsegin fólks. 26. júlí 2013 14:03
Telja Rússa munu handtaka samkynhneigða ferðamenn Nýsamþykkt lög til höfuðs samkynhneigð í Rússlandi gætu orðið til þess að samkynhneigðir ferðamenn verði handteknir þar í landi. 12. júlí 2013 10:31
Fry líkir Pútín við Hitler Sjónvarpsmaðurinn og grínistinn Stephen Fry hefur bæst í hóp þeirra sem eru á móti því að Vetrarólympíuleikarnir árið 2014 fari fram í Rússlandi. 7. ágúst 2013 23:15
Forstjóri Stolichnaya Vodka fordæmir rússnesk stjórnvöld Aðalforstjóri Stolichnaya Vodka hefur í opnu bréfi til hinsegin samfélagsins um allan heim fordæmt stefnu rússneskra stjórnvalda varðandi réttindi hinsegin fólks og sver af sér öll tengsl við rússnesk stjórnvöld. 26. júlí 2013 10:53
Mynd af Pútín í kvennærfatnaði gerð upptæk Lögreglan í Rússlandi gerði áhlaup á listagallerí Í Pétursborg í þeim tilgangi að gera upptækar „móðgandi“ myndir af leiðtogum Rússlands 28. ágúst 2013 23:27
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“