Ákærðu í Stokkseyrarmálinu verða ekki viðstaddir vitnaleiðslur Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 7. desember 2013 21:14 Stefán Blackburn, Stefán Logi Sívarsson, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson. mynd/GVA Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. Annar brotaþola í málinu krafðist þess að ákærðu yrði vikið úr dómsal meðan hann gæfi skýrslu. Hann telur það vera sér mjög þungbært að gefa skýrslu að viðstöddum ákærðu og vísaði til ákæru máli sínu til stuðnings. Hann lagði meðal annars fram vottorð sálfræðings sem hann hefur leitað til vegna andlegrar vanlíðunar sem hann rekur til þess sem greint er frá í ákæru. Hann kvaðst hafa fengið áfallahjálp í kjölfar þess sem um getur í ákærunni. Í vottorði sálfræðings kemur fram að brotaþoli hafi upplifað talsverða vanlíðan sem birtist í kvíða, depurð og angist. Þá sæki minningar um atburðinn á hann og komi honum í uppnám og aukist þetta eftir því sem nær dregur aðalmeðferð. Ákærðu í málinu eru Stefán Logi Sívarsson, Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson. Þeir eru ákærðir ákærðir fyrir frelsissviptingar og hrottalegra líkamsárása á tvo menn. Ákærðu er gefið að sök að hafa numið mennina á brott í Reykjavík og haldið þeim og pyntað þá í húsum á höfuðborgarsvæðinu. Annar maðurinn náði að flýja eftir að hann hafði verið fluttur í hús á Stokkseyri. Stokkseyrarmálið Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að fjórum þeirra sem ákærðir eru í Stokkseyrarmálinu svokallaða yrði gert að víkja úr dómsal á meðan á vitnaleiðslum stendur. Annar brotaþola í málinu krafðist þess að ákærðu yrði vikið úr dómsal meðan hann gæfi skýrslu. Hann telur það vera sér mjög þungbært að gefa skýrslu að viðstöddum ákærðu og vísaði til ákæru máli sínu til stuðnings. Hann lagði meðal annars fram vottorð sálfræðings sem hann hefur leitað til vegna andlegrar vanlíðunar sem hann rekur til þess sem greint er frá í ákæru. Hann kvaðst hafa fengið áfallahjálp í kjölfar þess sem um getur í ákærunni. Í vottorði sálfræðings kemur fram að brotaþoli hafi upplifað talsverða vanlíðan sem birtist í kvíða, depurð og angist. Þá sæki minningar um atburðinn á hann og komi honum í uppnám og aukist þetta eftir því sem nær dregur aðalmeðferð. Ákærðu í málinu eru Stefán Logi Sívarsson, Stefán Blackburn, Davíð Freyr Magnússon, Hinrik Geir Helgason og Gísli Þór Gunnarsson. Þeir eru ákærðir ákærðir fyrir frelsissviptingar og hrottalegra líkamsárása á tvo menn. Ákærðu er gefið að sök að hafa numið mennina á brott í Reykjavík og haldið þeim og pyntað þá í húsum á höfuðborgarsvæðinu. Annar maðurinn náði að flýja eftir að hann hafði verið fluttur í hús á Stokkseyri.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Sjá meira