Dreifingarfyrirtækið Drafthouse films hefur keypt dreifingarréttinn á heimildamyndinni „The Final Member“ í Norður Ameríku.
Myndin fjallar um Sigurð Hjartarson, stofnanda Reðursafnsins á Húsavík, og leit hans að reðri af manni í safnið. Tveir menn stigu fram til að bjóða safninu reður sína, annar aldraður íslenskur maður og hinn sérvitur Bandaríkjamaður.
Myndin verður gefin út í Ameríku í apríl á næsta ári.
Heimildamynd um Reðursafnið í dreifingu í Ameríku
