Andre Ellington, hlaupari Arizona Cardinals, missti þannig vænan skammt af hári eftir átökin við Jason Babin, varnarmann Jacksonville Jaguars.
Andre Ellington er með myndarlegar rastafléttur (dreddar) sem komast ekki fyrir undir hjálmi hans og Babin náði góðum tökum á þeim þegar hann tæklaði Ellington.
Jason Babin kom síðan sigri hrósandi út úr þvögunni með hnefafylli af hári Andre Ellington en sjón er sögu ríkari í myndbandinu hér fyrir neðan.
Andre Ellington kvartaði óvenjulítið eftir leikinn og sagði að það hafi ekki verið sárt að missa flétturnar (örugglega smá höfuðleður með). Það tók hann hinsvegar fimm ár að safna þessum fléttum.



