Tom Brady hafði enn á ný betur á móti Peyton Manning þegar leikstjórnendurnir mættust með lið sín í NFL-deildinni í nótt.
New England Patriots vann þá 34-31 sigur á Denver Broncos í framlengingu en Tom Brady hefur nú unnið 10 af 14 leikjum sínum á móti Manning.
Það stefndi þó lengi í sigur Denver Broncos sem komst yfir í 24-0 í þessum leik. New England liðið skoraði aftur á móti í fimm fyrstu sóknum sínum í seinni hálfleik áður og komst yfir í 31-24 áður en Denver tókst að jafna og tryggja sér framlengingu.
Sparkarinn Stephen Gostkowski tryggði New England Patriots sigurinn í framlengingunni en það hafði gengið á ýmsu í henni. „Þetta var svaka leikur og skemmtilegur endir," sagði Stephen Gostkowski eftir leik.
Kansas City Chiefs tapaði líka sínum leik í gær og er því með 9 sigra og 2 töp alveg eins og Denver Broncos liðið. Liðin eru í efsta sæti Vesturriðils Ameríkudeildarinnar. New England Patriots hefur unnið 8 af 11 leikjum sínum og er í efsta sætinu í Austurriði Ameríkudeildarinnar.
Úrslit í NFL-deildinni í gær og í nótt:
Detroit Lions - Tampa Bay Buccaneers 21-24
Green Bay Packers - Minnesota Vikings 26-26 (Framlenging)
Houston Texans - Jacksonville Jaguars 6-13
Kansas City Chiefs - San Diego Chargers 38-41
Miami Dolphins - Carolina Panthers 16-20
Cleveland Browns - Pittsburgh Steelers 11-27
St. Louis Rams - Chicago Bears 42-21
Baltimore Ravens - New York Jets 19-3
Oakland Raiders - Tennessee Titans 19-23
Arizona Cardinals - Indianapolis Colts 40-11
New York Giants - Dallas Cowboys 21-24
New England Patriots - Denver Broncos 34-31 (Framlenging)
