Innlent

Lögreglan varar við akstri yfir Hellisheiði

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. mynd/Anton Brink
Lögreglan á Selfossi beinir því til fólks að aka ekki yfir Hellisheiðina nema á vel útbúnum bílum. Lögreglumaður sem hafði samband við fréttastofu sagði að eitthvað væri um, að bílar sem hefðu lagt af stað yfir heiðina illa búnir, væru nú fastir.

Hann sagði að það væri verið að ryðja burtu snjó en þar sem bílarnir væru fastir mynduðust skaflar. Hann sagði að mikil hálka væri á heiðinni.

Hann mælir ekki með því að fólk fari Lyngdalsheiðina í dag, þar sé þjónusta ekki mikil og umferð lítil. Ef fólk þarf endilega að fara á milli telur hann að Þrengslin séu besti kosturinn.

Vel útbúnir bílar ættu þó að komast yfir heiðina segir hann en lögreglan er nú að aðstoða fólk sem situr fast í bílum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×