„Maður jós vel af Tabasco yfir lasagne-ið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. nóvember 2013 22:38 „Þetta er með þægilegri ferðalögum sem maður hefur farið í með KSÍ. Við tökum hattinn ofan fyrir KSÍ og Icelandair,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. Rúrik hafði það náðugt í vélinni á leiðinni út og virðist ekki eiga í erfiðleikum með að festa svefn. Hann var þó þrjá tíma að sofna eftir leikinn á föstudaginn. „Ég var kominn upp í rúm klukkan tólf og sofnaður klukkan þrjú um nóttina. Það verður að teljast mjög gott miðað við hvernig gengur venjulega að ná sér niður eftir að hafa spilað seint um kvöldið,“ sagði kantmaðurinn. „Það verður kannski svolítið erfitt fyrir mann að sofna í kvöld. Það fór svo vel um mann strax í vélinni að maður svaf eiginlega alla leiðina.“ Rúrik var beðinn um að vera hreinskilinn hvernig honum hefði fundist maturinn sem boðið var upp á við komuna á hótelið í Zagreb. „Við tókum allavega ekki kokkinn með frá Nordica. Maður jós vel af Tabasco yfir lasagne-ið og þá slapp þetta,“ sagði Rúrik og hló. HK-ingurinn uppaldi hefur spilað vel undanfarið með FC Kaupmannahöfn og skorað glæsileg mörk. Hann virkar í mjög góðu formi. „Ég hef spilað marga leiki og leikformið skiptir miklu máli fyrir mig. Það er í toppstandi eins og þú segir,“ segir Rúrik. En hvernig metur hann möguleika liðsins á þriðjudag? „Auðvitað kynntist maður aðeins hvernig þeir spila í síðasta leik en ég hugsa að þeir komi grimmari til leiks á heimavelli og með meiri stuðning. Við þurfum að vera tilbúnir og mjög mikilvægt að vera ellefu gegn ellefu allan tíma. Fram á við verðum við að spila betur en varnarlega séð var lítið um slæma hluti hjá okkur.“ Rúrik er ekki byrjaður að skipuleggja sumarfríið sitt næsta sumar. Líkur eru á að 23 íslenskir landsliðsmenn spili fyrir hönd þjóðarinnar á HM í Brasilíu. „Það er gríðarleg trú á þetta verkefni og við ætlum okkur til Brasilíu. Menn eru að segja það í viðtölum og ég held að við séum ekkert hræddir við að segja það.“ Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Sjá meira
„Þetta er með þægilegri ferðalögum sem maður hefur farið í með KSÍ. Við tökum hattinn ofan fyrir KSÍ og Icelandair,“ segir landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason. Rúrik hafði það náðugt í vélinni á leiðinni út og virðist ekki eiga í erfiðleikum með að festa svefn. Hann var þó þrjá tíma að sofna eftir leikinn á föstudaginn. „Ég var kominn upp í rúm klukkan tólf og sofnaður klukkan þrjú um nóttina. Það verður að teljast mjög gott miðað við hvernig gengur venjulega að ná sér niður eftir að hafa spilað seint um kvöldið,“ sagði kantmaðurinn. „Það verður kannski svolítið erfitt fyrir mann að sofna í kvöld. Það fór svo vel um mann strax í vélinni að maður svaf eiginlega alla leiðina.“ Rúrik var beðinn um að vera hreinskilinn hvernig honum hefði fundist maturinn sem boðið var upp á við komuna á hótelið í Zagreb. „Við tókum allavega ekki kokkinn með frá Nordica. Maður jós vel af Tabasco yfir lasagne-ið og þá slapp þetta,“ sagði Rúrik og hló. HK-ingurinn uppaldi hefur spilað vel undanfarið með FC Kaupmannahöfn og skorað glæsileg mörk. Hann virkar í mjög góðu formi. „Ég hef spilað marga leiki og leikformið skiptir miklu máli fyrir mig. Það er í toppstandi eins og þú segir,“ segir Rúrik. En hvernig metur hann möguleika liðsins á þriðjudag? „Auðvitað kynntist maður aðeins hvernig þeir spila í síðasta leik en ég hugsa að þeir komi grimmari til leiks á heimavelli og með meiri stuðning. Við þurfum að vera tilbúnir og mjög mikilvægt að vera ellefu gegn ellefu allan tíma. Fram á við verðum við að spila betur en varnarlega séð var lítið um slæma hluti hjá okkur.“ Rúrik er ekki byrjaður að skipuleggja sumarfríið sitt næsta sumar. Líkur eru á að 23 íslenskir landsliðsmenn spili fyrir hönd þjóðarinnar á HM í Brasilíu. „Það er gríðarleg trú á þetta verkefni og við ætlum okkur til Brasilíu. Menn eru að segja það í viðtölum og ég held að við séum ekkert hræddir við að segja það.“
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Bein útsending: Fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Sjá meira