Veðurhamfarir brátt daglegt brauð Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. nóvember 2013 19:59 Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar. Sameinuðu Þjóðirnar funda nú um málið en íslenskur vísindamaður kallar eftir samstilltu átaki allra jarðarbúa. Frá því að breskir verkamenn skófluðu fyrst kolum í gufuvél James Watt síðla á átjándu öld hefur mannkyn haft veruleg áhrif á loftslag jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda í mun að bylta sjálfu loftslagi plánetunnar. Notkun jarðefnaeldsneyta hefur þúsundfaldast frá iðnbyltingu og það með tilheyrandi losun koltvísýrings. Viðkvæmt jafnvægi andrúmsloftsins og veðrakerfa er að raskast. Styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu hefur ekki verið meiri í um fjögur hundruð þúsund ár. Þegar veðrakerfi eru annars vegar má búast við meiri öfgum. Haiyan, fellibylurinn mikli sem lagði hluta Filippseyja í rúst á dögunum, er dæmi um þetta. Síkur veðurofsi er nánast án fordæma. Hinum megin á jarðkringlunni, í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, þurrkuðust heilu íbúðahverfin út þegar skýstrókar gengu fyir Illinois og Kentucky í nótt. Slík fyrirbæri eiga ekki að myndast á þessum tíma árs.Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar.MYND/AFP„Svona skrýtnar uppákomur, ýmist varðandi tíma eða á ólíklegustu stöðum, verða algengari og ofsafengnari,“ segir Ari Trausti, jarðfræðingur. Árlegur fundur Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar stendur nú yfir og það í skugga hamfaranna á Filippseyjum og í Bandaríkjunum. Fundarhöldin eru liður í langtímaáætlun alþjóðasamfélagsins um að stemma stigum við losun gróðurhúsalofttengunda. Stefnt er á undirritun nýs samkomulags árið 2015. Lítið er hægt að segja um árangur, þvert á móti hefur ráðstefnan varpað ljósi á mikla sundrung meðal þróunarríkja og iðnríkja þegar loftslagsbreytingar eru annars vegar. Markmið fundarhaldanna er þó metnaðarfullt, þörf er á samstilltu átaki allra jarðarbúa. „Næstu tveir eða þrír áratugir verða mjög merkilegar hvað þetta varðar og svona atburðir, eins og á Filippseyjum og í Bandaríkjunum, kalla sannarlega á aðgerðir.“ Afkomendur okkar munu fyrir þessum breytingum. Úrkoma kemur til með aukast mikið á Íslandi með bráðnun jökla, það hækkar í sjónum og stormar verða algengari. „Árið 2012 var mengaðasta ár mannkynssögunnar eftir að mælingar hófust. Þegar allt kemur til alls þá engin ástæða til að beygja af en það er heldur engin ástæða til að vera bjartsýnn, nema að þjóðir heims, fólk, ríkisstjórnir og fyrirtæki fari virkilega að sinna þessum málum umfram það sem vísindamenn gera,“ segir Ari. Loftslagsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar. Sameinuðu Þjóðirnar funda nú um málið en íslenskur vísindamaður kallar eftir samstilltu átaki allra jarðarbúa. Frá því að breskir verkamenn skófluðu fyrst kolum í gufuvél James Watt síðla á átjándu öld hefur mannkyn haft veruleg áhrif á loftslag jarðar. Losun gróðurhúsalofttegunda í mun að bylta sjálfu loftslagi plánetunnar. Notkun jarðefnaeldsneyta hefur þúsundfaldast frá iðnbyltingu og það með tilheyrandi losun koltvísýrings. Viðkvæmt jafnvægi andrúmsloftsins og veðrakerfa er að raskast. Styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu hefur ekki verið meiri í um fjögur hundruð þúsund ár. Þegar veðrakerfi eru annars vegar má búast við meiri öfgum. Haiyan, fellibylurinn mikli sem lagði hluta Filippseyja í rúst á dögunum, er dæmi um þetta. Síkur veðurofsi er nánast án fordæma. Hinum megin á jarðkringlunni, í miðvesturríkjum Bandaríkjanna, þurrkuðust heilu íbúðahverfin út þegar skýstrókar gengu fyir Illinois og Kentucky í nótt. Slík fyrirbæri eiga ekki að myndast á þessum tíma árs.Veðurhamfarir á Filippseyjum og í Bandaríkjunum eru aðeins forsmekkur af því sem koma skal með áframhaldandi hlýnun jarðar.MYND/AFP„Svona skrýtnar uppákomur, ýmist varðandi tíma eða á ólíklegustu stöðum, verða algengari og ofsafengnari,“ segir Ari Trausti, jarðfræðingur. Árlegur fundur Sameinuðu Þjóðanna um loftslagsbreytingar stendur nú yfir og það í skugga hamfaranna á Filippseyjum og í Bandaríkjunum. Fundarhöldin eru liður í langtímaáætlun alþjóðasamfélagsins um að stemma stigum við losun gróðurhúsalofttengunda. Stefnt er á undirritun nýs samkomulags árið 2015. Lítið er hægt að segja um árangur, þvert á móti hefur ráðstefnan varpað ljósi á mikla sundrung meðal þróunarríkja og iðnríkja þegar loftslagsbreytingar eru annars vegar. Markmið fundarhaldanna er þó metnaðarfullt, þörf er á samstilltu átaki allra jarðarbúa. „Næstu tveir eða þrír áratugir verða mjög merkilegar hvað þetta varðar og svona atburðir, eins og á Filippseyjum og í Bandaríkjunum, kalla sannarlega á aðgerðir.“ Afkomendur okkar munu fyrir þessum breytingum. Úrkoma kemur til með aukast mikið á Íslandi með bráðnun jökla, það hækkar í sjónum og stormar verða algengari. „Árið 2012 var mengaðasta ár mannkynssögunnar eftir að mælingar hófust. Þegar allt kemur til alls þá engin ástæða til að beygja af en það er heldur engin ástæða til að vera bjartsýnn, nema að þjóðir heims, fólk, ríkisstjórnir og fyrirtæki fari virkilega að sinna þessum málum umfram það sem vísindamenn gera,“ segir Ari.
Loftslagsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira