Cristiano Ronaldo jafnaði markamet portúgalska landsliðsins með þriðja marki sínu í leiknum en hann hefur nú skorað 47 mörk í 109 leikjum fyrir portúgalska landsliðið.
Pauleta skoraði einnig 47 landsliðsmörk á árunum 1997 til 2006 en það ekki líklegt að hann eigi metið mikið lengur enda Ronaldo hreinlega óstöðvandi þessa dagana.
Ronaldo hefur skorað 10 mörk í 9 landsleikjum á árinu 2013 og þá er hann búinn að skora 24 mörk í fyrstu 17 leikjum tímabilsins með Real Madrid.







