Egill Einarsson stefndi þeim vegna ummæla á Facebook sem hann taldi vera ærumeiðandi og samsettri ljósmynd sem birt var á Instagram. Lögfræðingur Sunnu, Sigríður Rut Júlíusdóttir, segist ósátt við að ummælin hafi verið dæmd dauð og ómerk en bendir þó á að Sunna ekki verið dæmd til greiðslu málskostnaðs, miskabóta né kostnað við birtingu dóms. Þá hafi hún einnig verið sýknuð af refsikröfu.
Ingi Kristján var sýknaður af öllum ákæruliðum og Egill dæmdur til að borga málskostnað, 400 þúsund krónur.
Ingi Kristján birti mynd af Agli á samfélagsmiðlinum Instagram og skrifaði við myndina: „Farðu til fjandans nauðgarasvín“. Sunna skrifaði ummæli inn á Facebook þar sem hún fór hörðum orðum um Egil og kallaði hann m.a. nauðgara. Þau ummæli hafa nú verið dæmd dauð og ómerkt.
Hvorki Egill né verjandi hans voru viðstaddir dómsuppsögu í Hérðasdómi í dag. Ingi Kristján og Sunna Ben voru einnig fjarverandi.
