Íslandsmeistarar Fram máttu þakka fyrir að taka tvö stig með sér til baka frá Selfossi í dag en Fram vann þá eins marks sigur á heimastúlkum í Olís-deild kvenna í handbolta. Vera Lopes fór á sama tíma á kostum í sjö marka sigri ÍBV á Fylki.
Fram og ÍBV eru í baráttunni um þriðja sætið við Gróttu. Eftir þessi úrslit er Fram með tólf stig og ÍBV með tíu stig en Fram hefur leikið einum leik meira. Grótta er með ellefu stig en á tvo leiki inni á Fram og einn leik inni á ÍBV. Grótta mætir Haukum seinna í dag.
Selfossstelpur voru nálægt sigri á Fram en Selfossliðið var 10-9 yfir í hálfleik. Framliðið er búið að missa lykilmenn í meiðsli en náði að landa sigri í lokin. Ragnheiður Júlíusdóttir hélt áfram að spila vel en hún var með átta mörk í dag.
Selfossliðið var bara búið að vinna tvo af fyrstu fimm leikjum sínum en sýndi með frammistöðunni í dag að liðið á að geta hækkað sig í töflunni á næstunni.
Vera Lopes skoraði þrettán mörk þegar ÍBV vann sjö marka sigur á Fylki í Eyjum, 35-28. ÍBV-liðið skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks, komst í 16-14 fyrir hálfleik og byrjaði síðan seinni hálfleikinn á 4-0 spretti. Eftir það var á brattann að sækja fyrir gestina.
Guðbjörg Guðmannsdóttir skoraði níu mörk fyrir Eyjaliðið en hún skoraði fjögur marka sinna á síðustu þremur mínútum leiksins. Díana Kristín Sigmarsdóttir skoraði níu mörk fyrir Fylkisliðið.
Selfoss - Fram 21-22 (10-9)
Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7, Tinna Soffía Traustadóttir 5, Þuríður Guðjónsdóttir 3, Hildur Einarsdóttir 2, Kara Rún Árnadóttir 2, Sigrún Arna Brynjarsdóttir 1, Thelma Sif Kristjánsdóttir 1.
Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 8, Hekla Rún Ámundadóttir 4, Hafdís Shizuka Iura 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, María Karlsdóttir 2, Marthe Sördal 1, Elva Þóra Arnardóttir 1.
ÍBV - Fylkir 35-28 (16-14)
Mörk ÍBV: Vera Lopes 13, Guðbjörg Guðmannsdóttir 9, Telma Silva Amado 5, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Ester Óskarsdóttir 3, Drífa Þorvaldsdóttir 1.
Mörk Fylkis: Díana Kristín Sigmarsdóttir 9, Patricia Szölösi 6, Fanney Ösp Finnsdóttir 4, Hildur Karen Jóhannsdóttir 3, Kristjana Björk Steinarsdóttir 3, Hildur Björnsdóttir 2, Karen Þorsteinsdóttir 1.
Framkonur sluppu með skrekkinn á Selfossi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“
Íslenski boltinn

„Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“
Íslenski boltinn


„Við þurfum hjálp frá Guði“
Handbolti


„Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“
Íslenski boltinn



Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham
Enski boltinn