„Hversu léleg getur mynd verið til að menn nenni ekki einu sinni að stela henni?“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. október 2013 10:38 Kristinn Hrafnsson segir myndina fara frjálslega með staðreyndir af handritinu að dæma. The Fifth Estate, eða Wikileaks-myndin svokallaða, var frumsýnd í Bandaríkjunum um helgina og gekk miðasalan hörmulega að sögn erlendra fjölmiðla. Þeir segja opnunina þá verstu á árinu yfir kvikmyndir sem frumsýndar eru á 1500 tjöldum eða fleiri í Bandaríkjunum. Myndin halaði inn 1,7 milljónir dala, en það jafngildir um 200 milljónum króna. Framleiðslukostnaður myndarinnar er sagður hafa verið hátt í 30 milljónir dala (um 3,6 milljarðar króna) og því er ljóst að myndin á langt í land með að koma út á sléttu. „Það kemur mér ekkert á óvart að myndin fái hrikalega útreið,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. „Miðað við það handrit sem ég las þá er hún hörmung. Bæði staðreyndalega röng og skaðvænleg gagnvart okkar málstað.“ Framleiðendur myndarinnar vildu ekki afhenda sýningareintak af henni til Wikileaks en af handritinu að dæma segir Kristinn myndina fara frjálslega með staðreyndir. „ Þarna er verið að enduróma áróðurslínuna frá bandarískum stjórnvöldum um meinta skaðsemi vegna okkar uppljóstrana og birtinga sem enginn fótur er fyrir og var ekki einu sinni hægt að halda fram í réttarhöldunum gegn Chelsea Manning.“Ætlar ekki á myndina í bíó Kristinn segist telja að ekki sé áhugaskorti almennings á Wikileaks um að kenna. „Wikileaks er ekki óáhugavert heldur þvert á móti. Myndin er illa gerð, sögulega röng ber því miður af sér ákveðin element af áróðri,“ segir Kristinn, sem ætlar ekki að sjá kvikmyndina þegar hún verður frumsýnd hér á landi. „Nei ég ætla nú ekki að borga neina fjármuni til að horfa á þessa mynd. Það var óþarfa tímasóun að lesa handritið en eflaust nauðsynlegt. En það er ekkert í henni sem vert er að sjá í bíó.“ Kvikmyndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í byrjun september og hefur Kristinn það eftir kollega sínum að þrátt fyrir að hún sé búin að vera í sýningu í Evrópu undanfarið megi hvergi nálgast sjóræningjaútgáfu af henni á netinu. „Hversu léleg getur mynd verið til að menn nenni ekki einu sinni að stela henni? Ég held að það sé einn mesti dómurinn yfir þessari blessuðu mynd.“ The Fifth Estate er frumsýnd hér á landi þann 8. nóvember en búast má við að nokkur áhugi sé fyrir myndinni þar sem hún var tekin upp hér á landi að hluta. Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
The Fifth Estate, eða Wikileaks-myndin svokallaða, var frumsýnd í Bandaríkjunum um helgina og gekk miðasalan hörmulega að sögn erlendra fjölmiðla. Þeir segja opnunina þá verstu á árinu yfir kvikmyndir sem frumsýndar eru á 1500 tjöldum eða fleiri í Bandaríkjunum. Myndin halaði inn 1,7 milljónir dala, en það jafngildir um 200 milljónum króna. Framleiðslukostnaður myndarinnar er sagður hafa verið hátt í 30 milljónir dala (um 3,6 milljarðar króna) og því er ljóst að myndin á langt í land með að koma út á sléttu. „Það kemur mér ekkert á óvart að myndin fái hrikalega útreið,“ segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks. „Miðað við það handrit sem ég las þá er hún hörmung. Bæði staðreyndalega röng og skaðvænleg gagnvart okkar málstað.“ Framleiðendur myndarinnar vildu ekki afhenda sýningareintak af henni til Wikileaks en af handritinu að dæma segir Kristinn myndina fara frjálslega með staðreyndir. „ Þarna er verið að enduróma áróðurslínuna frá bandarískum stjórnvöldum um meinta skaðsemi vegna okkar uppljóstrana og birtinga sem enginn fótur er fyrir og var ekki einu sinni hægt að halda fram í réttarhöldunum gegn Chelsea Manning.“Ætlar ekki á myndina í bíó Kristinn segist telja að ekki sé áhugaskorti almennings á Wikileaks um að kenna. „Wikileaks er ekki óáhugavert heldur þvert á móti. Myndin er illa gerð, sögulega röng ber því miður af sér ákveðin element af áróðri,“ segir Kristinn, sem ætlar ekki að sjá kvikmyndina þegar hún verður frumsýnd hér á landi. „Nei ég ætla nú ekki að borga neina fjármuni til að horfa á þessa mynd. Það var óþarfa tímasóun að lesa handritið en eflaust nauðsynlegt. En það er ekkert í henni sem vert er að sjá í bíó.“ Kvikmyndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Toronto í byrjun september og hefur Kristinn það eftir kollega sínum að þrátt fyrir að hún sé búin að vera í sýningu í Evrópu undanfarið megi hvergi nálgast sjóræningjaútgáfu af henni á netinu. „Hversu léleg getur mynd verið til að menn nenni ekki einu sinni að stela henni? Ég held að það sé einn mesti dómurinn yfir þessari blessuðu mynd.“ The Fifth Estate er frumsýnd hér á landi þann 8. nóvember en búast má við að nokkur áhugi sé fyrir myndinni þar sem hún var tekin upp hér á landi að hluta.
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp