Nadia hefur verið áberandi í fjölmiðlum lengi vel en hún stjórnaði þættinum Pepsí popp á Stöð 2 árið 1986, þættinum Innlit útlit árin 2004-2008 og Dyngjunni á Skjá einum árið 2011.
Áhugasöm um heimili
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á heimilum og hönnun og hef unnið við sölumennsku frá því ég var unglingur svo þarna sameinast nokkur áhugamál," útskýrir hún.
Vandar vel til verks
„Það sem ég er líka að gera er að bjóða fólki fría ráðgjöf um hvað má betur fara til þess að gera eignina sölulegri og skiptir útlit á myndatöku gífurlegu máli. Ég kem líka með ljósmyndaranum til að passa upp á að eignin líti sem best út. Þarna er verið að höndla aleigu fólks og skiptir þá miklu máli að það sé vandað vel til verks og fólk fái sem mest fyrir eignina."

„Svo er aldrei að vita hvað er á planinu á næstunni," viðurkennir Nadia spurð um fjölmiðlaferilinn.
Husaskjol.is