Hornamaðurinn Ásta Birna Gunnarsdóttir er með slitið krossband og verður að öllum líkindum frá keppni út leiktíðina. Sport.is greinir frá þessu.
Landsliðsmaðurinn lenti í árekstri á æfingu með Fram á dögunum. Hún þurfti að draga sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikina gegn Finnum og Slóvökum sökum meiðslanna.
Ásta Birna á eftir að fá upplýsingar um hvenær hún komist í aðgerð. Hún ætlar þó að koma tvíefld til baka.

