Ísland meðal tökustaða í Transformers Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 10. október 2013 16:36 Leifur vildi ekki gefa upp tökustaði Transformers-myndarinnar (t.v.) og Jupiter Ascending að svo stöddu. Meðal verkefna sem framleiðslufyrirtækið Truenorth kom að á árinu voru kvikmyndirnar Transformers: Age of Extinction eftir Michael Bay og Jupiter Ascending í leikstjórn Wachowski-systkinanna. Í báðum tilfellum er um umfangsmikla framleiðslu að ræða en tökurnar hér á landi einskorðuðust við loftmyndatökur af íslenskri náttúru. Leifur P. Dagfinnsson hjá Truenorth vill þó ekki gefa upp hvar tökurnar fóru fram. „Nei ekki að svo stöddu. Við verðum að virða sjónarmið kúnna okkar,“ segir Leifur en að hans sögn voru á milli 20 og 30 manns í hvoru tökuliði fyrir sig, en þau voru skipuð erlendu jafnt sem innlendu starfsfólki. Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður kvikmyndagerðarfólks undanfarin misseri og svo virðist sem vísindaskáldsögumyndir sé sú tegund mynda sem helst er tekin hér. „Landslagið er auðvitað stór þáttur í þessu en 20 prósenta skattaafslátturinn hjálpar til. Hins vegar ef við ætlum að vera samkeppnishæfari verðum við að gera enn betur, sérstaklega í ljósi þess að nú mun líklega draga úr framleiðslu á innlendu, leiknu efni vegna afturköllunina á framlögum til Kvikmyndasjóðs.“Ísland ekki ódýrasta land í heimi Leifur talar um 25 til 30 prósenta afslátt eða að bjóða erlendu kvikmyndagerðarfólki aflandskrónur á lægra gengi. „Eins og staðan er núna þá sleppur þetta, en Ísland er alls ekki ódýrasta land í heimi. Allir sem hingað koma tala um hvað vinnuaflið hér sé öflugt og fólkið þægilegt og þess vegna verðum við að halda þessu gangandi,“ segir Leifur. Aðspurður hvort hugmyndum um frekari afslátt hafi verið komið áleiðis til nýrrar ríkisstjórnar segir Leifur að verið sé að vinna í því. „Við erum alltaf að vinna í því að koma þeim á framfæri. En það þarf klárlega að setjast niður með þeim undir fjögur augu og fara yfir þetta. Við erum að taka saman tölur og gögn fyrir síðasta ár til að hafa í höndunum til að sýna fram á hvaða þýðingu þetta hefur.“ Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Meðal verkefna sem framleiðslufyrirtækið Truenorth kom að á árinu voru kvikmyndirnar Transformers: Age of Extinction eftir Michael Bay og Jupiter Ascending í leikstjórn Wachowski-systkinanna. Í báðum tilfellum er um umfangsmikla framleiðslu að ræða en tökurnar hér á landi einskorðuðust við loftmyndatökur af íslenskri náttúru. Leifur P. Dagfinnsson hjá Truenorth vill þó ekki gefa upp hvar tökurnar fóru fram. „Nei ekki að svo stöddu. Við verðum að virða sjónarmið kúnna okkar,“ segir Leifur en að hans sögn voru á milli 20 og 30 manns í hvoru tökuliði fyrir sig, en þau voru skipuð erlendu jafnt sem innlendu starfsfólki. Ísland hefur verið vinsæll áfangastaður kvikmyndagerðarfólks undanfarin misseri og svo virðist sem vísindaskáldsögumyndir sé sú tegund mynda sem helst er tekin hér. „Landslagið er auðvitað stór þáttur í þessu en 20 prósenta skattaafslátturinn hjálpar til. Hins vegar ef við ætlum að vera samkeppnishæfari verðum við að gera enn betur, sérstaklega í ljósi þess að nú mun líklega draga úr framleiðslu á innlendu, leiknu efni vegna afturköllunina á framlögum til Kvikmyndasjóðs.“Ísland ekki ódýrasta land í heimi Leifur talar um 25 til 30 prósenta afslátt eða að bjóða erlendu kvikmyndagerðarfólki aflandskrónur á lægra gengi. „Eins og staðan er núna þá sleppur þetta, en Ísland er alls ekki ódýrasta land í heimi. Allir sem hingað koma tala um hvað vinnuaflið hér sé öflugt og fólkið þægilegt og þess vegna verðum við að halda þessu gangandi,“ segir Leifur. Aðspurður hvort hugmyndum um frekari afslátt hafi verið komið áleiðis til nýrrar ríkisstjórnar segir Leifur að verið sé að vinna í því. „Við erum alltaf að vinna í því að koma þeim á framfæri. En það þarf klárlega að setjast niður með þeim undir fjögur augu og fara yfir þetta. Við erum að taka saman tölur og gögn fyrir síðasta ár til að hafa í höndunum til að sýna fram á hvaða þýðingu þetta hefur.“
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira