Tónlist

Nykur troða upp í fyrsta sinn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Sveitin er skipuð reynsluboltum úr popp- og rokkbransanum.
Sveitin er skipuð reynsluboltum úr popp- og rokkbransanum.
Hljómsveitin Nykur kemur fram á sínum fyrstu tónleikum í kvöld á Bar 11, en þeir gáfu út sína fyrstu plötu á dögunum. Er hún samnefnd sveitinni og inniheldur tíu frumsamin lög.

Sveitin er skipuð reynsluboltum úr popp- og rokkbransanum en þeir eru Davíð Þór Hlinason (Dos Pilas) söngur og gítar, Guðmundur Jónsson (Sálin hans Jóns míns) gítar, Birgir Jónsson (Dimma) trommur og Jón Ómar Erlingsson (Sóldögg) á bassa. Þeir spila að eigin sögn kraftmikið, sígilt rokk með grípandi gítar- og laglínum.

Húsið opnar klukkan 21 og fær platan að rúlla áður en sveitin stígur á stokk um klukkan 23 og flytur hana í heild sinni fyrir tónleikagesti. Frítt er inn og verður platan til sölu á sérstöku hátíðarverði.

Í spilaranum hér fyrir neðan má hlusta á nokkur lög af plötunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×