Ásgeir Trausti hlýtur EBBA-verðlaunin Freyr Bjarnason skrifar 15. október 2013 14:07 Ásgeir Trausti hlýtur EBBA-verðlaunin. Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er á meðal tíu handhafa EBBA-verðlaunanna sem verða veitt við hátíðlega athöfn í Groningen í Hollandi 15. janúar. Kynnir verður breski sjónvarpsmaðurinn Jools Holland. Verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Sigurvegararnir eru valdir annars vegar af markaðsgreiningarfyrirtækinu Nielsen Music Control á grundvelli tónlistarsölu og útvarpsspilunar og hins vegar með atkvæðagreiðslu innan Samtaka evrópskra útvarpsstöðva (EBU) og tengslanets evrópskra tónlistarhátíða. Verðlaunin eru nú haldin í ellefta sinn og er þetta einungis í annað sinn sem íslensku tónlistarfólki hlotnast þessi heiður en í fyrra hlaut hljómsveitin Of Monsters and Men verðlaunin. Á meðal annarra sem hafa hlotið þessi verðlaun eru Adele, Lykke Li, Mumford & Sons, Damien Rice, C2C og Katie Melua. Ásgeiri Trausta hefur einnig verið boðið að taka þátt í Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Hollandi í annað sinn. Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti er á meðal tíu handhafa EBBA-verðlaunanna sem verða veitt við hátíðlega athöfn í Groningen í Hollandi 15. janúar. Kynnir verður breski sjónvarpsmaðurinn Jools Holland. Verðlaunin eru veitt því tónlistarfólki sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri með tónlist sinni út yfir landamæri heimalandsins. Sigurvegararnir eru valdir annars vegar af markaðsgreiningarfyrirtækinu Nielsen Music Control á grundvelli tónlistarsölu og útvarpsspilunar og hins vegar með atkvæðagreiðslu innan Samtaka evrópskra útvarpsstöðva (EBU) og tengslanets evrópskra tónlistarhátíða. Verðlaunin eru nú haldin í ellefta sinn og er þetta einungis í annað sinn sem íslensku tónlistarfólki hlotnast þessi heiður en í fyrra hlaut hljómsveitin Of Monsters and Men verðlaunin. Á meðal annarra sem hafa hlotið þessi verðlaun eru Adele, Lykke Li, Mumford & Sons, Damien Rice, C2C og Katie Melua. Ásgeiri Trausta hefur einnig verið boðið að taka þátt í Eurosonic-tónlistarhátíðinni í Hollandi í annað sinn.
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira