Keflavík eru enn ósigraðar í Dominos-deild kvenna í körfubolta en liðið bar sigur úr býtum gegn Hamar, 79-63, suður með sjó í dag.
Þetta er fjórði leikurinn í röð sem Íslandsmeistararnir vinna og byrjar liðið frábærlega á þessu tímabili.
Staðan var 38-37 í hálfleik en í þeim síðari tóku heimamenn öll völd og unnum að lokum nokkuð öruggan sigur.
Bryndís Guðmundsdóttir var frábær sem fyrr í dag og gerði 29 stig og tók 13 fráköst.
Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 29/13 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 17/9 fráköst, Porsche Landry 16/5 fráköst/10 stoðsendingar, Sandra Lind Þrastardóttir 12/8 fráköst, Bríet Sif Hinriksdóttir 5.
Hamar: Marín Laufey Davíðsdóttir 24/11 fráköst, Di'Amber Johnson 14/5 fráköst/8 stoðsendingar, Íris Ásgeirsdóttir 12, Fanney Lind Guðmundsdóttir 6, Jenný Harðardóttir 4, Sóley Guðgeirsdóttir 3.
