Pólverjar kaupa íslenskar gærur og selja þær svo aftur til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2013 19:16 Einn stærsti kaupandi íslenskra lambaskinna í útlöndum vinnur úr gærunum í verksmiðju í Póllandi og selur hluta þeirra svo aftur til Íslands sem fullunna vöru. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar var sláturhús Norðlenska á Húsavík heimsótt. Í sláturtíðinni í haust fellur til á öllu landinu um hálf milljón gæra af íslenskum lömbum og eru um 90 prósent þeirra fluttar úr landi. Sjötta hvert skinn kemur frá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska, segir að prýðilega hafi gengið að selja skinnin og megnið sé selt. Hann segir verðið þó hafa lækkað vegna efnahagsþrenginga í Evrópu. Fyrir gæruna fást um níuhundruð krónur og má áætla að útflutningsverðmætið nemi um 400 milljónum króna. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá pólska skinnkaupmenn skoða afurðirnar. Þeir eru frá fyrirtækinu Anet sem kaupir um fjórðung íslenskra lambaskinna og vinnur úr þeim í verksmiðju sinni í Suður-Póllandi. Aneta Bednarczuk, frá Anet-leðurvörum í Póllandi, segir þau hafa undanfarin 20 ár keypt íslenskar gærur og það eru sérkenni hennar sem heilla. „Allt öðruvísi ull, mjög góðir eiginleikar, sérstaklega fyrir skreytingar. Ullin er mjög löng og mjúk. Fólk er mjög hrifið,“ segir Aneta í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Nýsjálenskar, ástralskar, pólskar og þýskar gærur eru allt öðruvísi, öðruvísi á litinn, önnur lengd og önnur mýkt, allt er öðruvísi.“Aneta Bednarczuk, skinnkaupmaður frá Póllandi, skoðar gærur á Húsavík, í fylgd Reynis Eiríkssonar, framleiðslustjóra Norðlenska.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Aneta og samstarfsmenn hennar voru á leið hringinn í kringum landið og ætluðu að heimsækja öll sláturhús landsins, en hún segist koma annaðhvert ár til Íslands. Á heimasíðu fyrirtækis hennar má sjá dæmi um vörunar sem þau gera úr íslenskum gærum en það vakti athygli okkar að þau segjast selja hluta framleiðslunnar aftur til Íslands, í ferðamannaverslanir víða um land. Spurð hvort það hljómi ekki einkennilega, að flytja þær til Póllands og svo aftur til Íslands, svarar Aneta: „Einmitt, en þetta eru góð viðskipti og ég er þakklát fyrir þau.“ Landbúnaður Norðurþing Um land allt Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Einn stærsti kaupandi íslenskra lambaskinna í útlöndum vinnur úr gærunum í verksmiðju í Póllandi og selur hluta þeirra svo aftur til Íslands sem fullunna vöru. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar var sláturhús Norðlenska á Húsavík heimsótt. Í sláturtíðinni í haust fellur til á öllu landinu um hálf milljón gæra af íslenskum lömbum og eru um 90 prósent þeirra fluttar úr landi. Sjötta hvert skinn kemur frá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska, segir að prýðilega hafi gengið að selja skinnin og megnið sé selt. Hann segir verðið þó hafa lækkað vegna efnahagsþrenginga í Evrópu. Fyrir gæruna fást um níuhundruð krónur og má áætla að útflutningsverðmætið nemi um 400 milljónum króna. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá pólska skinnkaupmenn skoða afurðirnar. Þeir eru frá fyrirtækinu Anet sem kaupir um fjórðung íslenskra lambaskinna og vinnur úr þeim í verksmiðju sinni í Suður-Póllandi. Aneta Bednarczuk, frá Anet-leðurvörum í Póllandi, segir þau hafa undanfarin 20 ár keypt íslenskar gærur og það eru sérkenni hennar sem heilla. „Allt öðruvísi ull, mjög góðir eiginleikar, sérstaklega fyrir skreytingar. Ullin er mjög löng og mjúk. Fólk er mjög hrifið,“ segir Aneta í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Nýsjálenskar, ástralskar, pólskar og þýskar gærur eru allt öðruvísi, öðruvísi á litinn, önnur lengd og önnur mýkt, allt er öðruvísi.“Aneta Bednarczuk, skinnkaupmaður frá Póllandi, skoðar gærur á Húsavík, í fylgd Reynis Eiríkssonar, framleiðslustjóra Norðlenska.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Aneta og samstarfsmenn hennar voru á leið hringinn í kringum landið og ætluðu að heimsækja öll sláturhús landsins, en hún segist koma annaðhvert ár til Íslands. Á heimasíðu fyrirtækis hennar má sjá dæmi um vörunar sem þau gera úr íslenskum gærum en það vakti athygli okkar að þau segjast selja hluta framleiðslunnar aftur til Íslands, í ferðamannaverslanir víða um land. Spurð hvort það hljómi ekki einkennilega, að flytja þær til Póllands og svo aftur til Íslands, svarar Aneta: „Einmitt, en þetta eru góð viðskipti og ég er þakklát fyrir þau.“
Landbúnaður Norðurþing Um land allt Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira