Pólverjar kaupa íslenskar gærur og selja þær svo aftur til Íslands Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2013 19:16 Einn stærsti kaupandi íslenskra lambaskinna í útlöndum vinnur úr gærunum í verksmiðju í Póllandi og selur hluta þeirra svo aftur til Íslands sem fullunna vöru. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar var sláturhús Norðlenska á Húsavík heimsótt. Í sláturtíðinni í haust fellur til á öllu landinu um hálf milljón gæra af íslenskum lömbum og eru um 90 prósent þeirra fluttar úr landi. Sjötta hvert skinn kemur frá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska, segir að prýðilega hafi gengið að selja skinnin og megnið sé selt. Hann segir verðið þó hafa lækkað vegna efnahagsþrenginga í Evrópu. Fyrir gæruna fást um níuhundruð krónur og má áætla að útflutningsverðmætið nemi um 400 milljónum króna. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá pólska skinnkaupmenn skoða afurðirnar. Þeir eru frá fyrirtækinu Anet sem kaupir um fjórðung íslenskra lambaskinna og vinnur úr þeim í verksmiðju sinni í Suður-Póllandi. Aneta Bednarczuk, frá Anet-leðurvörum í Póllandi, segir þau hafa undanfarin 20 ár keypt íslenskar gærur og það eru sérkenni hennar sem heilla. „Allt öðruvísi ull, mjög góðir eiginleikar, sérstaklega fyrir skreytingar. Ullin er mjög löng og mjúk. Fólk er mjög hrifið,“ segir Aneta í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Nýsjálenskar, ástralskar, pólskar og þýskar gærur eru allt öðruvísi, öðruvísi á litinn, önnur lengd og önnur mýkt, allt er öðruvísi.“Aneta Bednarczuk, skinnkaupmaður frá Póllandi, skoðar gærur á Húsavík, í fylgd Reynis Eiríkssonar, framleiðslustjóra Norðlenska.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Aneta og samstarfsmenn hennar voru á leið hringinn í kringum landið og ætluðu að heimsækja öll sláturhús landsins, en hún segist koma annaðhvert ár til Íslands. Á heimasíðu fyrirtækis hennar má sjá dæmi um vörunar sem þau gera úr íslenskum gærum en það vakti athygli okkar að þau segjast selja hluta framleiðslunnar aftur til Íslands, í ferðamannaverslanir víða um land. Spurð hvort það hljómi ekki einkennilega, að flytja þær til Póllands og svo aftur til Íslands, svarar Aneta: „Einmitt, en þetta eru góð viðskipti og ég er þakklát fyrir þau.“ Landbúnaður Norðurþing Um land allt Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Einn stærsti kaupandi íslenskra lambaskinna í útlöndum vinnur úr gærunum í verksmiðju í Póllandi og selur hluta þeirra svo aftur til Íslands sem fullunna vöru. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld en þar var sláturhús Norðlenska á Húsavík heimsótt. Í sláturtíðinni í haust fellur til á öllu landinu um hálf milljón gæra af íslenskum lömbum og eru um 90 prósent þeirra fluttar úr landi. Sjötta hvert skinn kemur frá sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. Reynir Eiríksson, framleiðslustjóri Norðlenska, segir að prýðilega hafi gengið að selja skinnin og megnið sé selt. Hann segir verðið þó hafa lækkað vegna efnahagsþrenginga í Evrópu. Fyrir gæruna fást um níuhundruð krónur og má áætla að útflutningsverðmætið nemi um 400 milljónum króna. Í frétt Stöðvar 2 mátti sjá pólska skinnkaupmenn skoða afurðirnar. Þeir eru frá fyrirtækinu Anet sem kaupir um fjórðung íslenskra lambaskinna og vinnur úr þeim í verksmiðju sinni í Suður-Póllandi. Aneta Bednarczuk, frá Anet-leðurvörum í Póllandi, segir þau hafa undanfarin 20 ár keypt íslenskar gærur og það eru sérkenni hennar sem heilla. „Allt öðruvísi ull, mjög góðir eiginleikar, sérstaklega fyrir skreytingar. Ullin er mjög löng og mjúk. Fólk er mjög hrifið,“ segir Aneta í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Nýsjálenskar, ástralskar, pólskar og þýskar gærur eru allt öðruvísi, öðruvísi á litinn, önnur lengd og önnur mýkt, allt er öðruvísi.“Aneta Bednarczuk, skinnkaupmaður frá Póllandi, skoðar gærur á Húsavík, í fylgd Reynis Eiríkssonar, framleiðslustjóra Norðlenska.Myndir/Baldur Hrafnkell Jónsson, Stöð 2.Aneta og samstarfsmenn hennar voru á leið hringinn í kringum landið og ætluðu að heimsækja öll sláturhús landsins, en hún segist koma annaðhvert ár til Íslands. Á heimasíðu fyrirtækis hennar má sjá dæmi um vörunar sem þau gera úr íslenskum gærum en það vakti athygli okkar að þau segjast selja hluta framleiðslunnar aftur til Íslands, í ferðamannaverslanir víða um land. Spurð hvort það hljómi ekki einkennilega, að flytja þær til Póllands og svo aftur til Íslands, svarar Aneta: „Einmitt, en þetta eru góð viðskipti og ég er þakklát fyrir þau.“
Landbúnaður Norðurþing Um land allt Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira