Sigurður Ragnar boðaður til Englands í viðtal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. október 2013 14:31 Sigurður Ragnar kom íslenska kvennalandsliðinu í átta liða úrslit á Evrópumótinu í Svíþjóð. Nordicphotos/Getty „Þetta væri algjört draumastarf,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Sigurður Ragnar hefur verið boðaður í starfsviðtal hjá enska knattspyrnusambandinu sem leitar að nýjum þjálfara fyrir kvennalandslið sitt. Sigurður sótti um starfið á dögunum. „Ég veit ekki hve margir voru boðaðir. Líklega á bilinu sex til tíu,“ segir Sigurður Ragnar. Hann segir fulltrúa sambandsins hafa tilkynnt sér að nokkrir úr þeim hópi yrðu í framhaldinu boðaðir í annað viðtal. Í kjölfarið yrði gengið frá ráðningu. Englendingar mega engan tíma missa í leit sinni að landsliðsþjálfara. Liðið á leiki framundan í mánuðinum í undankeppni HM 2015 og þurfa nýtt blóð í brúna. Hope Powell, sem stýrði skútunni í fimmtán ár, var látin fara í sumar eftir dapran árangur á Evrópumótinu í Svíþjóð. Algengt er að enska knattspyrnusambandið auglýsi þjálfarastörf sín til umsóknar. Á dögunum var Gareth Southgate einmitt ráðinn þjálfari 21 árs liðs karla eftir að tíu umsækjendur voru boðaðir í viðtal. Sigurður Ragnar hefur sjálfur kynnst umsóknarferli sem þessu. Hann sótti um starf hjá skoska knattspyrnusambandinu fyrir tveimur árum og var nærri því að landa starfinu. „Ég sótti um starf performance director,“ segir Sigurður Ragnar sem var boðaður í tvö viðtöl vegna starfsins. Hollendingurinn Mark Wotte var ráðinn í starfið. Sigurður segist hlakka til að fara utan og fara í viðtalið. Um draumastarf sé að ræða. „Það væri mikil upplifun að starfa á St. George's Park fyrir eitt stærsta knattspyrnusamband í heimi,“ segir Sigurður. Það væri frábært að hafa aðgang að öllum þeim tækjum og tólum sem séu fyrir hendi. Starfið sé þó langt í frá í hendi en hann líti á það sem glæsilegan árangur að vera boðaður í viðtalið. „Ef þetta gengur ekki eftir myndi ég skoða möguleika hérna heima,“ segir Sigurður Ragnar. Bæði Fram og ÍA eru í leit að þjálfurum fyrir meistaraflokka félagsins karlamegin. „Það er þessi árstími,“ segir Sigurður. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira
„Þetta væri algjört draumastarf,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson fyrrverandi þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. Sigurður Ragnar hefur verið boðaður í starfsviðtal hjá enska knattspyrnusambandinu sem leitar að nýjum þjálfara fyrir kvennalandslið sitt. Sigurður sótti um starfið á dögunum. „Ég veit ekki hve margir voru boðaðir. Líklega á bilinu sex til tíu,“ segir Sigurður Ragnar. Hann segir fulltrúa sambandsins hafa tilkynnt sér að nokkrir úr þeim hópi yrðu í framhaldinu boðaðir í annað viðtal. Í kjölfarið yrði gengið frá ráðningu. Englendingar mega engan tíma missa í leit sinni að landsliðsþjálfara. Liðið á leiki framundan í mánuðinum í undankeppni HM 2015 og þurfa nýtt blóð í brúna. Hope Powell, sem stýrði skútunni í fimmtán ár, var látin fara í sumar eftir dapran árangur á Evrópumótinu í Svíþjóð. Algengt er að enska knattspyrnusambandið auglýsi þjálfarastörf sín til umsóknar. Á dögunum var Gareth Southgate einmitt ráðinn þjálfari 21 árs liðs karla eftir að tíu umsækjendur voru boðaðir í viðtal. Sigurður Ragnar hefur sjálfur kynnst umsóknarferli sem þessu. Hann sótti um starf hjá skoska knattspyrnusambandinu fyrir tveimur árum og var nærri því að landa starfinu. „Ég sótti um starf performance director,“ segir Sigurður Ragnar sem var boðaður í tvö viðtöl vegna starfsins. Hollendingurinn Mark Wotte var ráðinn í starfið. Sigurður segist hlakka til að fara utan og fara í viðtalið. Um draumastarf sé að ræða. „Það væri mikil upplifun að starfa á St. George's Park fyrir eitt stærsta knattspyrnusamband í heimi,“ segir Sigurður. Það væri frábært að hafa aðgang að öllum þeim tækjum og tólum sem séu fyrir hendi. Starfið sé þó langt í frá í hendi en hann líti á það sem glæsilegan árangur að vera boðaður í viðtalið. „Ef þetta gengur ekki eftir myndi ég skoða möguleika hérna heima,“ segir Sigurður Ragnar. Bæði Fram og ÍA eru í leit að þjálfurum fyrir meistaraflokka félagsins karlamegin. „Það er þessi árstími,“ segir Sigurður.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Sjá meira