Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - FH 25-20 Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. október 2013 10:05 Sigurbergur Sveinsson var frábær í kvöld. Mynd/Valli Haukar voru fyrstir til þess að leggja FH í Olís-deild karla er liðin áttust við að Ásvöllum í kvöld. Haukar lengi undir en mun sterkari i seinni hálfleik. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ásvöllum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Haukarnir byrjuðu leikinn betur en FH-ingar voru fljótir að taka yfir. Vörnin hrökk heldur betur í gírinn hjá þeim og Haukarnir komu varla skoti á markið. Allt langt yfir. FH-ingar náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, 7-12, en þá sögðu Haukar hingað og ekki lengra. Þeir skelltu í lás í vörninni og FH skoraði ekki mark á síðustu níu mínútum fyrri hálfleiks. Munurinn því aðeins eitt mark í leikhléi, 11-12. Það voru þrír menn sem héldu Haukum inn í leiknum. Morkunas varði tíu skot í markinu og þeir Jón Þorbjörn og Sigurbergur skoruðu báðir fimm mörk í hálfleiknum. Ragnar atkvæðamestur í liði FH með fimm mörk. Það var ekkert gefið eftir í síðari hálfleik. Haukarnir unnu sig sífellt betur inn í leikinn og komust yfir, 18-17, er þrettán mínútur voru eftir af leiknum. FH nýtti liðsmuninn afar illa og Haukar efldust við hverja raun. Morkunas varði eins og berserkur og FH-ingar réðu ekkert við Sigurberg í sókninni. Staðan orðin 22-19 þegar sex mínútur voru eftir. Þá tók FH leikhlé. Það breytti engu. Sóknarleikurinn áfram klaufalegur og þeir réðu ekkert við Haukana. Morkunas og Sigurbergur stórkostlegir í liði Hauka sem og Jón Þorbjörn sem spilaði vel á báðum endum. Það vantaði nokkuð upp á hjá FH og þá aðallega markvörsluna sem var ekki boðleg í dag. Sigurbergur: Stefni á að komast aftur út"Þetta var mjög gott og ég er ánægður með þetta. Ég er búinn að vera að æfa fáranlega mikið og er hægt og bítandi að finna mitt gamla form," sagði Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson. Það eru svo sannarlega orð að sönnu. Hann fór hreinlega hamförum í kvöld. Skoraði tólf mörk og flest voru þau af dýrari gerðinni. Sleggjur langt fyrir utan teig. "Ég er að komast í form og jafnvel búinn að bæta við mig líka. Ég var aðeins hálfur maður síðasta vetur og ég nýtti því sumarið vel til þess að styrkja mig. Það er að skila sér núna." Skyttan öfluga kom heim út atvinnumennsku á sínum tíma og hann hefur ekki gefið atvinnumannadrauminn upp á bátinn. "Við sjáum hvað gerist. Ég er ekkert að stressa mig á þessu en það er auðvitað markmiðið. Ég stefni hátt og við sjáum hvað gerist í framtíðinni." Það er alltaf rígur á milli Hafnarfjarðarliðanna og Sigurbergur fékk mikið út úr því að vinna þennan leik. "Djöfull er gaman að vinna FH og það var sérstaklega gaman í dag. Ég veit ekki alveg af hverju," sagði Sigurbergur en blaðamaður ætlar að tippa á að það hafi verið þar sem hann átti stórbrotinn leik. Einar Andri: Fórum inn í skelina"Mér fannst við spila vel í 25 mínútur. Eftir það fáum við margar brottvísanir og það riðlaði okkar leik talsvert mikið. Þetta voru klaufalegar brottvísanir hjá okkur og þeir kaflar voru mjög slæmir," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, svekktur í leikslok. "Ég held að við höfum ekki skorað mark manni færri og það fór af okkur áræðnin. Menn fóru inn í skelina. Svo hjálpaði ekki til að Daníel var ekki góður í markinu hjá okkur. Ég var of lengi með hann í markinu og hefði mátt setja kjúklinginn fyrr inn á. Við verðum að læra af því. Mér fannst samt vörnin standa vel og ég var alltaf að bíða eftir því að Danni færi í gang." Sóknarleikurinn hjá FH var slakur seinni hlutann og í raun frá 21. mínútu en þá skoraði FH ekki meir í fyrri hálfleik. Í raun skorar FH ekki nema 8 mörk síðustu 39 mínútur leiksins. "Vörnin var góð allan tímann. Sigurbergur skoraði mikið en það var mest af mjög löngu færi. Við vorum að taka allt of erfið skot. Það voru vonbrigði að ná ekki að klára þennan leik þar sem fyrstu 25 mínúturnar gáfu tilefni til bjartsýni." Íslenski handboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Haukar voru fyrstir til þess að leggja FH í Olís-deild karla er liðin áttust við að Ásvöllum í kvöld. Haukar lengi undir en mun sterkari i seinni hálfleik. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á Ásvöllum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Haukarnir byrjuðu leikinn betur en FH-ingar voru fljótir að taka yfir. Vörnin hrökk heldur betur í gírinn hjá þeim og Haukarnir komu varla skoti á markið. Allt langt yfir. FH-ingar náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, 7-12, en þá sögðu Haukar hingað og ekki lengra. Þeir skelltu í lás í vörninni og FH skoraði ekki mark á síðustu níu mínútum fyrri hálfleiks. Munurinn því aðeins eitt mark í leikhléi, 11-12. Það voru þrír menn sem héldu Haukum inn í leiknum. Morkunas varði tíu skot í markinu og þeir Jón Þorbjörn og Sigurbergur skoruðu báðir fimm mörk í hálfleiknum. Ragnar atkvæðamestur í liði FH með fimm mörk. Það var ekkert gefið eftir í síðari hálfleik. Haukarnir unnu sig sífellt betur inn í leikinn og komust yfir, 18-17, er þrettán mínútur voru eftir af leiknum. FH nýtti liðsmuninn afar illa og Haukar efldust við hverja raun. Morkunas varði eins og berserkur og FH-ingar réðu ekkert við Sigurberg í sókninni. Staðan orðin 22-19 þegar sex mínútur voru eftir. Þá tók FH leikhlé. Það breytti engu. Sóknarleikurinn áfram klaufalegur og þeir réðu ekkert við Haukana. Morkunas og Sigurbergur stórkostlegir í liði Hauka sem og Jón Þorbjörn sem spilaði vel á báðum endum. Það vantaði nokkuð upp á hjá FH og þá aðallega markvörsluna sem var ekki boðleg í dag. Sigurbergur: Stefni á að komast aftur út"Þetta var mjög gott og ég er ánægður með þetta. Ég er búinn að vera að æfa fáranlega mikið og er hægt og bítandi að finna mitt gamla form," sagði Haukamaðurinn Sigurbergur Sveinsson. Það eru svo sannarlega orð að sönnu. Hann fór hreinlega hamförum í kvöld. Skoraði tólf mörk og flest voru þau af dýrari gerðinni. Sleggjur langt fyrir utan teig. "Ég er að komast í form og jafnvel búinn að bæta við mig líka. Ég var aðeins hálfur maður síðasta vetur og ég nýtti því sumarið vel til þess að styrkja mig. Það er að skila sér núna." Skyttan öfluga kom heim út atvinnumennsku á sínum tíma og hann hefur ekki gefið atvinnumannadrauminn upp á bátinn. "Við sjáum hvað gerist. Ég er ekkert að stressa mig á þessu en það er auðvitað markmiðið. Ég stefni hátt og við sjáum hvað gerist í framtíðinni." Það er alltaf rígur á milli Hafnarfjarðarliðanna og Sigurbergur fékk mikið út úr því að vinna þennan leik. "Djöfull er gaman að vinna FH og það var sérstaklega gaman í dag. Ég veit ekki alveg af hverju," sagði Sigurbergur en blaðamaður ætlar að tippa á að það hafi verið þar sem hann átti stórbrotinn leik. Einar Andri: Fórum inn í skelina"Mér fannst við spila vel í 25 mínútur. Eftir það fáum við margar brottvísanir og það riðlaði okkar leik talsvert mikið. Þetta voru klaufalegar brottvísanir hjá okkur og þeir kaflar voru mjög slæmir," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, svekktur í leikslok. "Ég held að við höfum ekki skorað mark manni færri og það fór af okkur áræðnin. Menn fóru inn í skelina. Svo hjálpaði ekki til að Daníel var ekki góður í markinu hjá okkur. Ég var of lengi með hann í markinu og hefði mátt setja kjúklinginn fyrr inn á. Við verðum að læra af því. Mér fannst samt vörnin standa vel og ég var alltaf að bíða eftir því að Danni færi í gang." Sóknarleikurinn hjá FH var slakur seinni hlutann og í raun frá 21. mínútu en þá skoraði FH ekki meir í fyrri hálfleik. Í raun skorar FH ekki nema 8 mörk síðustu 39 mínútur leiksins. "Vörnin var góð allan tímann. Sigurbergur skoraði mikið en það var mest af mjög löngu færi. Við vorum að taka allt of erfið skot. Það voru vonbrigði að ná ekki að klára þennan leik þar sem fyrstu 25 mínúturnar gáfu tilefni til bjartsýni."
Íslenski handboltinn Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira