Tónlist

Thom Yorke gagnrýnir Spotify

Thom Yorke er ekki hrifinn af Spotify.
Thom Yorke er ekki hrifinn af Spotify. nordicphotos/getty
Thom Yorke, söngvari Radiohead, segir tónlistarveituna Spotify vera „síðasta örvæntingarfulla prump deyjandi líks.“

Yorke lét hafa þetta eftir sér í viðtali við Sopitas í Mexíkó eftir að hann ákvað, í samstarfi við upptökustjórann Nigel Godrich, að fjarlægja plötu hljómsveitarinnar Atoms For Peace af Spotify. Sólóplata Yorke, The Eraser, hefur einnig verið fjarlægð þaðan.

Yorke og Godrich segja tónlistarmenn fá allt of í lítið í stefgjöld frá Spotify.

„Mér finnst að  sem tónlistarmenn þurfum við að berjast gegn þessari Spotify-þróun. Að einhverju leyti er það sem er að gerast í meginstraumnum síðasta andvarp gamla iðnaðarins. Þegar hann loksins deyr, sem hann mun gera, þá gerist eitthvað annað,“ sagði Yorke.

„Þetta snýst um að breyta því hvernig við hlustum á tónlist, hvað gerist næst í tækniþróuninni og hvernig fólk talar hvert við annað um tónlist.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×