Ölöglegur leikmaður í Hömrunum og þeim dæmdur ósigur | Munu áfrýja Stefán Árni Pálsson skrifar 4. október 2013 11:15 KA-heimilið MYNd/samsett Nú á dögunum var Þrótturum dæmdur sigur gegn Hömrunum í 1. deild karla í handknattleik. Leikurinn fór fram í KA-heimilinu þann 28. september og unnu heimamenn frá Akureyri leikinn 28-26. Mótanefnd HSÍ dæmdi Þrótturum 10-0 sigur en samkvæmt reglun HSÍ munu Akureyringar hafa mætt til leiks með ólöglegan leikmann. Umræddur leikmaður hafði skrifað undir leikmannasamning við Hamranna sem og félagaskipti frá Akureyri til félagsins en að sögn talsmanns Hamranna gleymdist að skanna samningspappíra þessa leikmanns inn og senda á HSÍ og því leikmaðurinn ekki löglegur. Leikmaðurinn kom aldrei við sögu í umræddum leik og sat allan tímann á varamannabekknum. En handknattleiksdeild Hamranna hefur ákveðið að áfrýja dómnum til dómsstóla HSÍ.Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Hömrunum vegna þess að liðinu var dæmt tap í leik gegn Þrótti þann 28. september s.l.. Hamrarnir unnu þó leikinn, 28-26.Mótanefnd HSÍ dæmdi í gær úrslit úr leik Hamranna og Þróttar, sem fram fór á Akureyri fyrir framan ríflega 300 áhorfendur á laugardaginn var, ógild. Hamrarnir unnu leikinn 28-26 en er í stað þess dæmt 0-10 tap. Ástæða þess er að Hamrarnir voru með ólöglegan leikmann á leikskýrslu í leiknum.Hamrarnir viðurkenndu brot sitt strax en um mannleg mistök var að ræða. Umræddur leikmaður var búinn að skrifa undir leikmannasamning við Hamranna og félagaskipti frá Akureyri til félagsins en vegna gríðarlegrar pressu sem sett var á stjórn Hamranna, daginn fyrir leik, gleymdist að skanna samningspappíra þessa leikmanns inn og senda á HSÍ og því leikmaðurinn ekki löglegur. Umræddur leikmaður lék þó ekki eina mínútu í umræddum leik, heldur sat allan tímann á varamannabekknum, og hafði því ekki bein áhrif á leikinnÁðurnefnd pressa var sett á stjórn Hamranna af HSÍ vegna alvarlegs misskilnings. Þann 30. ágúst síðastliðinn flaug formaður Hamranna til Reykjavíkur til þess að funda með HSÍ um væntanlega þátttöku Hamranna í 1. deild karla í handbolta. Eins og hefur komið fram áður í fjölmiðlum þá var Hkd. Hamranna stofnuð í fullkomnu samráði við Akureyri Handboltafélag, meðal annars til þess að styrkja handboltann á Akureyri og gefa ungum leikmönnum tækifæri á því að öðlast dýrmæta reynslu áður en haldið er í Olís-deildina.Á þessum fundi var rætt hvernig leikmenn 2. flokks Akureyrar gætu spilað með Hömrunum. Þar var formanni Hamranna tilkynnt að best væri að sameina Hamrana og 2. flokk Akureyrar. Í framhaldinu funduðu forráðamenn Akureyri-Handboltafélags með forráðamönnum HSÍ sem óskuðu eftir óformlegri og stuttri tilkynningu þess efnis. Hún var samþykkt af HSÍ fyrir undirritun og af forráðamönnum Akureyrar og Hamranna. Hamrarnir og Akureyri ræddu um málið sín á milli og voru sammála um efni hans, og töldu sig með réttu geta notað leikmenn bæði með Hömrunum og 2. flokki Akureyrar, þá leikmenn sem hafa aldur til.Því töldu forráðamenn Akureyrar og Hamranna að leikmenn þyrftu ekki að hafa félagaskipti til Hamranna, þar sem liðin væru sameinuð, né leikmannasamning þar sem leikmenn eru með samning við Akureyri sem heldur utan um 2. flokkinn. Töldu forráðamenn félaganna á Akureyri því ekki þörf á því að leikmenn voru með tvöfaldan leikmannasamning, þar sem liðin væru sameinuð, „á pappírunum“ eins og það var kallað. Enginn leikmaður Hamranna mun spila með 2. flokki Akureyrar og samkomulagið því aðeins gert til að leyfa ungum strákum að öðlast reynslu með Hömrunum.Hamrarnir héldu síðan áfram sínum undirbúningi, skrifuðu undir samning við aðra leikmenn og voru klárir í slaginn í fyrsta leik. Fimmtudagskvöldið fyrir fyrsta leik í deildinni fékk formaður Hamranna símatal frá mótastjóra HSÍ þar sem hann segir að leikmenn 2. flokks Akureyrar séu ekki með leikheimild með Hömrunum. Þetta er 17 klukkustundum áður en skrifstofa HSÍ lokar á föstudegi. Sautján klukkustundir sem að Hamrarnir höfðu til stefnu til þess að undirbúa, prenta út, skrifa undir, láta forráðamenn Akureyringa skrifa undir, skanna inn og senda til HSÍ. Vegna þessa þurftu formaður og framkvæmdarstjóri Hamranna að taka sér frí frá vinnu daginn eftir til þess að vinna að þessu. Þetta tók langan tíma en hafðist fyrir rest. Leikurinn fór fram og umgjörð fram úr björtustu vonum, 300 áhorfendur í KA-heimilinu og sigur heimaliðsins góður.Það var síðan á þriðjudagsmorgun sem að mótastjóri HSÍ hringir í formann Hamranna og tilkynnir honum að einn leikmaður Hamranna hafi ekki verið með leikheimild. Þessi leikmaður skrifaði undir samning, eins og allir aðrir leikmenn liðsins, en gleymdist að skanna hann inn í öllu stressinu. Mannleg mistök, sem hefðu ekki þurft að gerast hefðu Hamrarnir vitað betur. Eftir þennan umrædda fund (30. ágúst) stóðu bæði Hamrarnir og forsvarsmenn Akureyringa í þeirri meiningu að leikmenn 2. flokks væru löglegir með liði Hamranna. Það var hinsvegar ekki svo.Hamrarnir vita upp á sig sökina en eru hinsvegar gríðarlega svekktir hvernig af málinu hefur verið staðið. Ef Hamrarnir væru hinum megin við borðið væri erfitt að taka við þessum tveimur stigum, þar sem leikmaðurinn kom ekkert við sögu í leiknum. Þróttarar hafa örugglega ekki fagnað innilega við þessar fréttir.Hamrarnir hafa ákveðið að áfrýja málinu til dómstóla HSÍ. Íslenski handboltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Sjá meira
Nú á dögunum var Þrótturum dæmdur sigur gegn Hömrunum í 1. deild karla í handknattleik. Leikurinn fór fram í KA-heimilinu þann 28. september og unnu heimamenn frá Akureyri leikinn 28-26. Mótanefnd HSÍ dæmdi Þrótturum 10-0 sigur en samkvæmt reglun HSÍ munu Akureyringar hafa mætt til leiks með ólöglegan leikmann. Umræddur leikmaður hafði skrifað undir leikmannasamning við Hamranna sem og félagaskipti frá Akureyri til félagsins en að sögn talsmanns Hamranna gleymdist að skanna samningspappíra þessa leikmanns inn og senda á HSÍ og því leikmaðurinn ekki löglegur. Leikmaðurinn kom aldrei við sögu í umræddum leik og sat allan tímann á varamannabekknum. En handknattleiksdeild Hamranna hefur ákveðið að áfrýja dómnum til dómsstóla HSÍ.Eftirfarandi er fréttatilkynning frá Hömrunum vegna þess að liðinu var dæmt tap í leik gegn Þrótti þann 28. september s.l.. Hamrarnir unnu þó leikinn, 28-26.Mótanefnd HSÍ dæmdi í gær úrslit úr leik Hamranna og Þróttar, sem fram fór á Akureyri fyrir framan ríflega 300 áhorfendur á laugardaginn var, ógild. Hamrarnir unnu leikinn 28-26 en er í stað þess dæmt 0-10 tap. Ástæða þess er að Hamrarnir voru með ólöglegan leikmann á leikskýrslu í leiknum.Hamrarnir viðurkenndu brot sitt strax en um mannleg mistök var að ræða. Umræddur leikmaður var búinn að skrifa undir leikmannasamning við Hamranna og félagaskipti frá Akureyri til félagsins en vegna gríðarlegrar pressu sem sett var á stjórn Hamranna, daginn fyrir leik, gleymdist að skanna samningspappíra þessa leikmanns inn og senda á HSÍ og því leikmaðurinn ekki löglegur. Umræddur leikmaður lék þó ekki eina mínútu í umræddum leik, heldur sat allan tímann á varamannabekknum, og hafði því ekki bein áhrif á leikinnÁðurnefnd pressa var sett á stjórn Hamranna af HSÍ vegna alvarlegs misskilnings. Þann 30. ágúst síðastliðinn flaug formaður Hamranna til Reykjavíkur til þess að funda með HSÍ um væntanlega þátttöku Hamranna í 1. deild karla í handbolta. Eins og hefur komið fram áður í fjölmiðlum þá var Hkd. Hamranna stofnuð í fullkomnu samráði við Akureyri Handboltafélag, meðal annars til þess að styrkja handboltann á Akureyri og gefa ungum leikmönnum tækifæri á því að öðlast dýrmæta reynslu áður en haldið er í Olís-deildina.Á þessum fundi var rætt hvernig leikmenn 2. flokks Akureyrar gætu spilað með Hömrunum. Þar var formanni Hamranna tilkynnt að best væri að sameina Hamrana og 2. flokk Akureyrar. Í framhaldinu funduðu forráðamenn Akureyri-Handboltafélags með forráðamönnum HSÍ sem óskuðu eftir óformlegri og stuttri tilkynningu þess efnis. Hún var samþykkt af HSÍ fyrir undirritun og af forráðamönnum Akureyrar og Hamranna. Hamrarnir og Akureyri ræddu um málið sín á milli og voru sammála um efni hans, og töldu sig með réttu geta notað leikmenn bæði með Hömrunum og 2. flokki Akureyrar, þá leikmenn sem hafa aldur til.Því töldu forráðamenn Akureyrar og Hamranna að leikmenn þyrftu ekki að hafa félagaskipti til Hamranna, þar sem liðin væru sameinuð, né leikmannasamning þar sem leikmenn eru með samning við Akureyri sem heldur utan um 2. flokkinn. Töldu forráðamenn félaganna á Akureyri því ekki þörf á því að leikmenn voru með tvöfaldan leikmannasamning, þar sem liðin væru sameinuð, „á pappírunum“ eins og það var kallað. Enginn leikmaður Hamranna mun spila með 2. flokki Akureyrar og samkomulagið því aðeins gert til að leyfa ungum strákum að öðlast reynslu með Hömrunum.Hamrarnir héldu síðan áfram sínum undirbúningi, skrifuðu undir samning við aðra leikmenn og voru klárir í slaginn í fyrsta leik. Fimmtudagskvöldið fyrir fyrsta leik í deildinni fékk formaður Hamranna símatal frá mótastjóra HSÍ þar sem hann segir að leikmenn 2. flokks Akureyrar séu ekki með leikheimild með Hömrunum. Þetta er 17 klukkustundum áður en skrifstofa HSÍ lokar á föstudegi. Sautján klukkustundir sem að Hamrarnir höfðu til stefnu til þess að undirbúa, prenta út, skrifa undir, láta forráðamenn Akureyringa skrifa undir, skanna inn og senda til HSÍ. Vegna þessa þurftu formaður og framkvæmdarstjóri Hamranna að taka sér frí frá vinnu daginn eftir til þess að vinna að þessu. Þetta tók langan tíma en hafðist fyrir rest. Leikurinn fór fram og umgjörð fram úr björtustu vonum, 300 áhorfendur í KA-heimilinu og sigur heimaliðsins góður.Það var síðan á þriðjudagsmorgun sem að mótastjóri HSÍ hringir í formann Hamranna og tilkynnir honum að einn leikmaður Hamranna hafi ekki verið með leikheimild. Þessi leikmaður skrifaði undir samning, eins og allir aðrir leikmenn liðsins, en gleymdist að skanna hann inn í öllu stressinu. Mannleg mistök, sem hefðu ekki þurft að gerast hefðu Hamrarnir vitað betur. Eftir þennan umrædda fund (30. ágúst) stóðu bæði Hamrarnir og forsvarsmenn Akureyringa í þeirri meiningu að leikmenn 2. flokks væru löglegir með liði Hamranna. Það var hinsvegar ekki svo.Hamrarnir vita upp á sig sökina en eru hinsvegar gríðarlega svekktir hvernig af málinu hefur verið staðið. Ef Hamrarnir væru hinum megin við borðið væri erfitt að taka við þessum tveimur stigum, þar sem leikmaðurinn kom ekkert við sögu í leiknum. Þróttarar hafa örugglega ekki fagnað innilega við þessar fréttir.Hamrarnir hafa ákveðið að áfrýja málinu til dómstóla HSÍ.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Sjá meira