Starwalker er samstarf hins íslenska Barða Jóhannssonar, oftast kenndur við Bang Gang, og JB Dunckel, eins forsprakka hinnar geysivinsælu rafhljómsveitar Air. Þeir gáfu út fyrsta lag sitt saman fyrr í vikunni, en lagið ber heitið Bad Weather.
Myndbandið er tekið upp á Íslandi, í Námaskarði, Dimmuborgum og á Laugum. Það var skotið af Sævari Guðmundssyni, sem leikstýrði því ásamt ljósmyndaranum Jeaneen Lund.
