HK-stelpur sóttu tvö stig í Kaplakrika í kvöld þegar þær unnu 18-15 sigur á FH í fyrsta leiknum í þriðju umferð Olísdeildar kvenna i handbolta.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, tók þessar skemmtilegu myndir hér fyrir ofan.
HK-liðið tapaði fyrsta leiknum sínum á tímabilinu en hefur unnið bæði Hafnarfjarðarliðin í síðustu tveimur leikjum sínum.
FH byrjaði betur og var 8-6 yfir í hálfleik en HK snéri leiknum við í seinni hálfleiknum sem liðið vann 12-7. FH-liðið klikkaði á 5 af 8 vítum sínum í leiknum sem reyndist liðinu dýrkeypt.
Sigríður Hauksdóttir skoraði fimm mörk fyrir HK og Guðrún Erla Bjarnadóttir var með fjögur mörk.
Berglind Ósk Björgvinsdóttir og Steinunn Snorradóttir voru markahæstar hjá FH-liðinu með fjögur mörk hvor.
Anna María Guðmundsdóttir, leikmaður HK, fékk rautt spjald í leiknum eftir að hafa verið rekin þrisvar sinnum útaf í tvær mínútur.
FH - HK 15-18 (8-6)
Mörk FH: Berglind Ósk Björgvinsdóttir 4, Steinunn Snorradóttir 4, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 3, Aníta Mjöll Ægisdóttir 2, Ingibjörg Pálmadóttir 2.
Mörk HK: Sigríður Hauksdóttir 5, Guðrún Erla Bjarnadóttir 4, Nataly Sæunn Valencia 3, Gerður Arinbjarnar 2, Sóley Ívarsdóttir 2, Þórhildur Braga Þórðardóttir 2.
Tveir sigrar í röð hjá HK-konum
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“
Körfubolti


„Ég kom til Íslands með eitt markmið“
Körfubolti



„Við gátum ekki farið mikið neðar“
Íslenski boltinn




Hamar jafnaði einvígið með stórsigri
Körfubolti
Fleiri fréttir
