Umfjöllun, myndir og viðtöl: Valur - Grótta 20-20 | Grótta skoraði þrjú síðustu mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2013 16:41 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Vilhelm Gróttukonur urðu fyrstar til að taka stig af Val í vetur þegar þær náðu 20-20 jafntefli við Val í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í kvöld þegar liðin mættust í 4. umferð Olísdeildar kvenna í handbolta. Gróttuliðið skoraði þrjú síðustu mörkin í leiknum og fékk að auki tækifæri til að tryggja sér sigur í lokasókninni. Íris Björk Símonardóttir átti frábæran leik í marki Gróttu og varði alls 27 skot í leiknum þar á meðal lokaskot Valsliðsins. Íris lokaði markinu í lokin þegar Grótta breytti stöðunni úr 20-17 í 20-20 og tryggði sér stig en Valskonur skoruðu ekki síðustu sex mínútur leiksins. Sunna María Einarsdóttir, fyrirliði Gróttu skoraði jöfnunarmarkið með frábæru gegnumbroti en það átti margt eftir að gerast í leiknum eftir það. Gróttukonur byrjuðu leikinn frábærlega, skoruðu fyrstu þrjú mörkin og Valsliðið komst ekki á blað fyrr en eftir tæplega fjögurra mínútna leik. Grótta komst síðan í 7-4 en þá var Íris Björk Símonardóttir búin að verja 9 af fyrstu 13 skotum Valsliðsins í leiknum. Stefán Árnarson. þjálfari Vals, átti ás upp í erminni því hann sendi Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur inn í miðja vörnina hjá Val og það var ekki sökum að spyrja því sóknarleikur Gróttuliðsins fór strax að hiksta. Valsliðið náði síðan frábærum níu mínútna kafla þar sem liðið skoraði sex mörk í röð og komst þremur mörkum yfir, 10-7. Gróttustelpurnar gáfust ekki upp þrátt fyrir örlítinn pirring út í dómarana og náðu muninum aftur niður í eitt mark fyrir hálfleik með góðum endaspretti. Valur var 12-11 yfir í hálfleik. Íris Björk Símonardóttir varði sextán skot í fyrri hálfleiknum eða þrettán fleiri skot en landsliðsmarkvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir. Valskonur voru skrefinu á undan allan seinni hálfleikinn en náðu aldrei að losa sig almennilega við baráttuglatt Gróttulið sem gafst aldrei upp. Valsliðið komst mest þremur mörkum yfir en lengst hélst munurinn í tveimur mörkum. Gróttuliðið náði síðan frábærum lokakafla, skoraði þrjú síðustu mörkin og tryggði sér 20-20 jafntefli. Kristín: Íris var með okkur flestallar í vasanumKristín Guðmundsdóttir var að sjálfsögðu svekkt í leikslok eins og félagar hennar í liðinu með að missa leikinn niður í jafntefli enda 20-17 yfir þegar sex mínútur voru eftir "Við áttum að klára þetta í lokin og ég veit eiginlega ekki hvað gerist. Vörnin var ekki nógu góð í lokin en hún hélt samt ágætlega allan leikinn. Mér finnst persónulega sóknarleikurinn vera það sem klikkaði í kvöld því við erum að fá endalaus færi til að skjóta," sagði Kristín. "Vörnin þeirra er mjög opin en Íris er góð fyrir aftan. Hún var með okkur flestallar í vasanunm. Hún er markmaður sem vinnur sína vinnu og hún var greinilega búin að skoða okkur. Við þurfum þá bara að vinna okkar vinnur og skjóta ekki alltaf á sömu staðina," sagði Kristín. "Mér fannst við undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og fyrir hörkuleik. Það var ekkert vanmat eða slíkt í gangi því við vitum alveg hverjar eru í þessu Gróttuliði. Þetta er svekkjandi og aðallega af því að við erum búnar að leiða megnið af leiknum," sagði Kristín. "Mér fannst við ekki vera stressaðar í lokin. Við vorum óheppnar með að fá skítamörk á okkur á lokamínútunum sem bæði vörnin og markvörðurinn áttu að stoppa. Við vorum síðan að skjóta mjög illa úr mjög fínum færum," sagði Kristín. "Þetta þýðir ekki neitt fyrir okkur. Við höfum rosalega oft tapað einum leik á tímabili og þetta er bara hann. Það þarf oft eitthvað svoleiðis til að vekja mann. Deildin er jafnari í ár og það eru fleiri lið sem geta stolið sigrum. Við þurfum bara að vera á toppnum í hverjum leik," sagði Kristín. Íris Björk: Ég er mjög stolt af liðinu í kvöldÍris Björk Símonardóttir átti frábæran leik í marki Gróttu og varði alls 27 skot í leiknum eða 59 prósent skotanna sem á hana komu. "Þetta var dýrmætt stig fyrir okkur sérstaklega í ljósi þess að við töpuðum fyrir Fylki á heimavelli um daginn. Við þurfum að vinna þau stig til baka og það var gott að ná stigi hérna í kvöld þótt að það væri svekkjandi að ná ekki báðum stigunum fyrst að við vorum komnar í þessa stöðu," sagði Íris. "Um miðjan seinni hálfleik var eins og við værum að missa dampinn en við náðum að rífa okkur aftur upp sem mér finnst mikið styrkleikamerki. Ég er rosalega ánægð með stigið en það er samt smá svekkjandi að hafa ekki náð í bæði stigin," sagði Íris en Gróttuliðið fékk tvær sóknir í lokin til að komast yfir. "Við bökkuðum vel og náðum að loka á hraðaupphlaupin hjá þeim. Kári lagði mikla áherslu á það fyrir leikinn og ég tel að það hafi gert heilmikið fyrir okkur í leiknum. Ég er mjög stolt af liðinu í kvöld og þetta er vonandi það sem koma skal," sagði Íris. Sunna María: Nú vitum við að við getum unnið hvaða lið sem erSunna María Einarsdóttir, fyrirliði Gróttu, skoraði bara eitt mark í kvöld og það kom á hárréttum tíma því hún tryggði sínu liði þá 20-20 jafntefli á móti Val. "Það var pínulítið heppni í þessu jöfnunarmarki en þetta snýst stundum um það að skora á rétta tímapunktinum," sagði Sunna María Einarsdóttir kát í leikslok. "Þetta var mjög gott stig fyrir okkur sérstaklega þar sem við töpuðum á móti Fylki," sagði Sunna María en Gróttuliðið átti frábæran lokakafla í leiknum og þær komu sterkar til baka þegar Valsliðið virtist vera að klára leikinn. "Það kom bara upp barátta og markvarsla og um leið og við byrjuðum á saxa á forskotið þá brotnuðu þær svolítið. Þær eiga fyrirfram að vinna leikinn og auðvitað voru þær svolítið stressaðar í lokin," sagði Sunna María. "Það var gott að vera með Írisi í markinu því hún var að loka markinu í kvöld," sagði Sunna María en Íris Björk Símonardóttir varði alls 27 skot í leiknum þar af tvö víti. "Þetta er gott upp á framhaldið og fyrir sjálfstraustið því nú vitum við að við getum unnið hvaða lið sem er. Þeim var spáð öðru sætinu í deildinni og okkur var spáð því fimmta og það er ekki svo langt á milli þessara liða," sagði Sunna María. "Við ætluðum að stíga næsta skref í vetur og þetta er byrjunin á því," sagði Sunna María. Olís-deild kvenna Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira
Gróttukonur urðu fyrstar til að taka stig af Val í vetur þegar þær náðu 20-20 jafntefli við Val í Vodafone-höllinni að Hlíðarenda í kvöld þegar liðin mættust í 4. umferð Olísdeildar kvenna í handbolta. Gróttuliðið skoraði þrjú síðustu mörkin í leiknum og fékk að auki tækifæri til að tryggja sér sigur í lokasókninni. Íris Björk Símonardóttir átti frábæran leik í marki Gróttu og varði alls 27 skot í leiknum þar á meðal lokaskot Valsliðsins. Íris lokaði markinu í lokin þegar Grótta breytti stöðunni úr 20-17 í 20-20 og tryggði sér stig en Valskonur skoruðu ekki síðustu sex mínútur leiksins. Sunna María Einarsdóttir, fyrirliði Gróttu skoraði jöfnunarmarkið með frábæru gegnumbroti en það átti margt eftir að gerast í leiknum eftir það. Gróttukonur byrjuðu leikinn frábærlega, skoruðu fyrstu þrjú mörkin og Valsliðið komst ekki á blað fyrr en eftir tæplega fjögurra mínútna leik. Grótta komst síðan í 7-4 en þá var Íris Björk Símonardóttir búin að verja 9 af fyrstu 13 skotum Valsliðsins í leiknum. Stefán Árnarson. þjálfari Vals, átti ás upp í erminni því hann sendi Önnu Úrsúlu Guðmundsdóttur inn í miðja vörnina hjá Val og það var ekki sökum að spyrja því sóknarleikur Gróttuliðsins fór strax að hiksta. Valsliðið náði síðan frábærum níu mínútna kafla þar sem liðið skoraði sex mörk í röð og komst þremur mörkum yfir, 10-7. Gróttustelpurnar gáfust ekki upp þrátt fyrir örlítinn pirring út í dómarana og náðu muninum aftur niður í eitt mark fyrir hálfleik með góðum endaspretti. Valur var 12-11 yfir í hálfleik. Íris Björk Símonardóttir varði sextán skot í fyrri hálfleiknum eða þrettán fleiri skot en landsliðsmarkvörðurinn Guðný Jenný Ásmundsdóttir. Valskonur voru skrefinu á undan allan seinni hálfleikinn en náðu aldrei að losa sig almennilega við baráttuglatt Gróttulið sem gafst aldrei upp. Valsliðið komst mest þremur mörkum yfir en lengst hélst munurinn í tveimur mörkum. Gróttuliðið náði síðan frábærum lokakafla, skoraði þrjú síðustu mörkin og tryggði sér 20-20 jafntefli. Kristín: Íris var með okkur flestallar í vasanumKristín Guðmundsdóttir var að sjálfsögðu svekkt í leikslok eins og félagar hennar í liðinu með að missa leikinn niður í jafntefli enda 20-17 yfir þegar sex mínútur voru eftir "Við áttum að klára þetta í lokin og ég veit eiginlega ekki hvað gerist. Vörnin var ekki nógu góð í lokin en hún hélt samt ágætlega allan leikinn. Mér finnst persónulega sóknarleikurinn vera það sem klikkaði í kvöld því við erum að fá endalaus færi til að skjóta," sagði Kristín. "Vörnin þeirra er mjög opin en Íris er góð fyrir aftan. Hún var með okkur flestallar í vasanunm. Hún er markmaður sem vinnur sína vinnu og hún var greinilega búin að skoða okkur. Við þurfum þá bara að vinna okkar vinnur og skjóta ekki alltaf á sömu staðina," sagði Kristín. "Mér fannst við undirbúa okkur vel fyrir þennan leik og fyrir hörkuleik. Það var ekkert vanmat eða slíkt í gangi því við vitum alveg hverjar eru í þessu Gróttuliði. Þetta er svekkjandi og aðallega af því að við erum búnar að leiða megnið af leiknum," sagði Kristín. "Mér fannst við ekki vera stressaðar í lokin. Við vorum óheppnar með að fá skítamörk á okkur á lokamínútunum sem bæði vörnin og markvörðurinn áttu að stoppa. Við vorum síðan að skjóta mjög illa úr mjög fínum færum," sagði Kristín. "Þetta þýðir ekki neitt fyrir okkur. Við höfum rosalega oft tapað einum leik á tímabili og þetta er bara hann. Það þarf oft eitthvað svoleiðis til að vekja mann. Deildin er jafnari í ár og það eru fleiri lið sem geta stolið sigrum. Við þurfum bara að vera á toppnum í hverjum leik," sagði Kristín. Íris Björk: Ég er mjög stolt af liðinu í kvöldÍris Björk Símonardóttir átti frábæran leik í marki Gróttu og varði alls 27 skot í leiknum eða 59 prósent skotanna sem á hana komu. "Þetta var dýrmætt stig fyrir okkur sérstaklega í ljósi þess að við töpuðum fyrir Fylki á heimavelli um daginn. Við þurfum að vinna þau stig til baka og það var gott að ná stigi hérna í kvöld þótt að það væri svekkjandi að ná ekki báðum stigunum fyrst að við vorum komnar í þessa stöðu," sagði Íris. "Um miðjan seinni hálfleik var eins og við værum að missa dampinn en við náðum að rífa okkur aftur upp sem mér finnst mikið styrkleikamerki. Ég er rosalega ánægð með stigið en það er samt smá svekkjandi að hafa ekki náð í bæði stigin," sagði Íris en Gróttuliðið fékk tvær sóknir í lokin til að komast yfir. "Við bökkuðum vel og náðum að loka á hraðaupphlaupin hjá þeim. Kári lagði mikla áherslu á það fyrir leikinn og ég tel að það hafi gert heilmikið fyrir okkur í leiknum. Ég er mjög stolt af liðinu í kvöld og þetta er vonandi það sem koma skal," sagði Íris. Sunna María: Nú vitum við að við getum unnið hvaða lið sem erSunna María Einarsdóttir, fyrirliði Gróttu, skoraði bara eitt mark í kvöld og það kom á hárréttum tíma því hún tryggði sínu liði þá 20-20 jafntefli á móti Val. "Það var pínulítið heppni í þessu jöfnunarmarki en þetta snýst stundum um það að skora á rétta tímapunktinum," sagði Sunna María Einarsdóttir kát í leikslok. "Þetta var mjög gott stig fyrir okkur sérstaklega þar sem við töpuðum á móti Fylki," sagði Sunna María en Gróttuliðið átti frábæran lokakafla í leiknum og þær komu sterkar til baka þegar Valsliðið virtist vera að klára leikinn. "Það kom bara upp barátta og markvarsla og um leið og við byrjuðum á saxa á forskotið þá brotnuðu þær svolítið. Þær eiga fyrirfram að vinna leikinn og auðvitað voru þær svolítið stressaðar í lokin," sagði Sunna María. "Það var gott að vera með Írisi í markinu því hún var að loka markinu í kvöld," sagði Sunna María en Íris Björk Símonardóttir varði alls 27 skot í leiknum þar af tvö víti. "Þetta er gott upp á framhaldið og fyrir sjálfstraustið því nú vitum við að við getum unnið hvaða lið sem er. Þeim var spáð öðru sætinu í deildinni og okkur var spáð því fimmta og það er ekki svo langt á milli þessara liða," sagði Sunna María. "Við ætluðum að stíga næsta skref í vetur og þetta er byrjunin á því," sagði Sunna María.
Olís-deild kvenna Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Sjá meira