Neyðarástand á Landspítalanum: "Tímaspursmál hvenær einhver deyr“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. október 2013 18:08 Neyðarástand skapaðist á Landspítalanum í dag, en bæði sneiðmyndatæki spítalans eru biluð. Þau eru mikilvægustu og mest notuðu tæki spítalans. Að mati lækna á bráðadeild er öryggi sjúklinga stofnað í mikla hættu. Sneiðmyndatækið á Landspítalanum í Fossvogi bilaði síðastliðinn fimmtudag, og síðan þá hefur öllum sjúklingum sem þurfa á myndatöku að halda verið beint á Hringbraut, þar sem eina nothæfa sneiðmyndatæki spítalans er staðsett. Þetta tæki bilaði seinni partinn í dag. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á spítalanum, segir bráðveika sjúklinga vera að bíða eftir því að komast í myndatöku. „Ef að það kemur inn bráðveikur sjúklingur sem þarfnast greiningar fær hana ekki útaf biluðu tæki getur það valdið dauða. Ég veit ekki til þess að það hafi gerst ennþá, en það er bara tímaspursmál hvenær einhver deyr ef ekki eru nothæf tæki til staðar á Landspítalanum.” Að sögn Hjalta eru tækin gríðarlega mikilvæg og notuð til að mynda á milli 40 og 60 sjúklinga á dag. Síðustu mánuði hafa tækin bilað til skiptist og því var aðeins tímaspursmál hvenær slík staða kæmi upp. Hann segir að ekki sé hægt að reka nútímabráðdeild án þess að hafa tölvusneiðmyndatæki. En hvenær má búast við að tækin verði komin í lag? „Það er, eins og oft áður, alls ekkert vita hvenær það verður. Ég veit að það eru tæknimenn og yfirmenn að vinna á fullu í því að reyna að fá tækinn í lag. Fram að því getum við ekki veitt þjónustu samkvæmt nútímastöðlum. Það er sérstaklega erfitt að þetta gerist á fyrsta hálkudegi vetrarins, ég vil bara mæla með því að folk keyri varlega heim í kvöld.”Uppfært: Sneiðmyndatækið á Hringbraut er nú komið í lag samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira
Neyðarástand skapaðist á Landspítalanum í dag, en bæði sneiðmyndatæki spítalans eru biluð. Þau eru mikilvægustu og mest notuðu tæki spítalans. Að mati lækna á bráðadeild er öryggi sjúklinga stofnað í mikla hættu. Sneiðmyndatækið á Landspítalanum í Fossvogi bilaði síðastliðinn fimmtudag, og síðan þá hefur öllum sjúklingum sem þurfa á myndatöku að halda verið beint á Hringbraut, þar sem eina nothæfa sneiðmyndatæki spítalans er staðsett. Þetta tæki bilaði seinni partinn í dag. Hjalti Már Björnsson, bráðalæknir á spítalanum, segir bráðveika sjúklinga vera að bíða eftir því að komast í myndatöku. „Ef að það kemur inn bráðveikur sjúklingur sem þarfnast greiningar fær hana ekki útaf biluðu tæki getur það valdið dauða. Ég veit ekki til þess að það hafi gerst ennþá, en það er bara tímaspursmál hvenær einhver deyr ef ekki eru nothæf tæki til staðar á Landspítalanum.” Að sögn Hjalta eru tækin gríðarlega mikilvæg og notuð til að mynda á milli 40 og 60 sjúklinga á dag. Síðustu mánuði hafa tækin bilað til skiptist og því var aðeins tímaspursmál hvenær slík staða kæmi upp. Hann segir að ekki sé hægt að reka nútímabráðdeild án þess að hafa tölvusneiðmyndatæki. En hvenær má búast við að tækin verði komin í lag? „Það er, eins og oft áður, alls ekkert vita hvenær það verður. Ég veit að það eru tæknimenn og yfirmenn að vinna á fullu í því að reyna að fá tækinn í lag. Fram að því getum við ekki veitt þjónustu samkvæmt nútímastöðlum. Það er sérstaklega erfitt að þetta gerist á fyrsta hálkudegi vetrarins, ég vil bara mæla með því að folk keyri varlega heim í kvöld.”Uppfært: Sneiðmyndatækið á Hringbraut er nú komið í lag samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Fleiri fréttir Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Sjá meira