Einn leikur fór fram í Olís-deild kvenna í kvöld. Þá tók HK á móti Fram í Digranesi. Heimastúlkur í HK höfðu lítið í Fram að gera í kvöld. Munurinn sjö mörk í hálfleik og Fram gaf það forskot aldrei eftir.
Fram er með fjögur stig eftir leikinn og komst upp fyrir HK og í fjórða sæti deildarinnar með sigrinum.
Fyrirliðinn Ásta Birna Gunnarsdóttir fór fyrir sínu liði og skoraði níu mörk í leiknum. Stórleikur Guðrúnar Bjarnadóttur dugði ekki til fyrir HK.
HK-Fram 20-31 (8-15)
Mörk HK: Guðrún Erla Bjarnadóttir 10, Sóley Ívarsdóttir 4, Nataly Sæunn Valencia 4, Gerður Arinbjarnar 1, Margrét Stefanía Þorkelsdóttir 1.
Mörk Fram: Ásta Birna Gunnarsdóttir 9, Hekla Rún Ámundadóttir 5, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Steinunn Björnsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Ragnheiður Júlíusdóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 2, Jóhanna Björk Viktorsdóttir 1.
