"Í hljómsveitinni eru miklir snillingar en það eru þeir Flosi Þorgeirsson úr Ham á bassa, Ingólfur Geirdal úr Dimmu á gítar, Björn Stefánsson úr Mínus á trommur og Beggi Morthens úr Egó á gítar," segir Kristinn um meðlimi sveitarinnar. Á tónleikunum mun sveitin meðal annars leika lög Egó og Utangarðsmanna.
Tónleikaveislan fer fram í Kaplakrika þann 5. október en þar koma fram margar af vinsælustu rokkhljómsveitum landsins eins og Sólstafir, Agent Fresco, Dimma ásamt mörgum fleiri sveitum. Miðasala á rokkveisluna er hafin á midi.is.