Yfirborð sjávar gæti hækkað um metra á næstu 90 árum Jón Júlíus Karlsson skrifar 27. september 2013 12:07 Bráðnun jökla hefur aukist á síðustu áratugum og gæti yfirborð sjávar hækkað um 82 sentímetra fram að næstu aldamótum Mynd/Fréttablaðið Yfirborð sjávar gæti hækkað allt að metra fyrir næstu aldamót. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem vísindanefnd í loftslagsbreytingum á vegum Sameinuðu þjóðanna birtir í dag. Fram kemur í skýrslunni að 95% vissa sé fyrir því að maðurinn sé ríkjandi ástæða fyrir loftslagsbreytingum á síðustu 60 árum. Bráðnun jökla hefur aukist á síðustu áratugum og gæti yfirborð sjávar hækkað um 82 sentímetra fram að næstu aldamótum ef ekki verður dregið saman úr losun á gróðurhúsalofttegundum. Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Veðurstofu Íslands, segir hækkun yfirborðs sjávar sé óhjákvæmileg nema að ráðist verði í miklar aðgerðir. „Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að hlýnun jarðar er óumdeilanleg. Síðan 1950 hefur bæði lofthjúpur og heimshöfin hlýnað mikið. Á sama tíma hefur dregið mikið úr útbreiðslu og magni snævar og íss,“ segir Halldór. „Afleiðingarnar eru þær að tíðni óveðra mun aukast og sjávaryfirborð mun hækka. Ef við viljum draga úr þessari hlýnun og þeim afleiðingum sem henni fylgir þá er orðið augljós að það þarf að gera eitthvað.“ Útbreiðsla og þykkt íss á norðurskauti jarðar er nú mun minni en gert var ráð fyrir árið 2007 og síðasti áratugur er sá heitasti síðan 1850. Náttúruverndasamtök Íslands fjalla um málið á heimasíðu sinni í dag. Þar kemur fram að vísindamenn séu þess fullvissir að verði haldið áfram á sömu braut muni hitabylgjur og flóð í Evrópu valda miklum hörmungum. Heimhöfin munu einnig súrna hratt vegna síaukinnar losunar koltvísýsings. Hægt verður að koma í veg fyrir alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga með því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Loftslagsmál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Yfirborð sjávar gæti hækkað allt að metra fyrir næstu aldamót. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem vísindanefnd í loftslagsbreytingum á vegum Sameinuðu þjóðanna birtir í dag. Fram kemur í skýrslunni að 95% vissa sé fyrir því að maðurinn sé ríkjandi ástæða fyrir loftslagsbreytingum á síðustu 60 árum. Bráðnun jökla hefur aukist á síðustu áratugum og gæti yfirborð sjávar hækkað um 82 sentímetra fram að næstu aldamótum ef ekki verður dregið saman úr losun á gróðurhúsalofttegundum. Halldór Björnsson, sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Veðurstofu Íslands, segir hækkun yfirborðs sjávar sé óhjákvæmileg nema að ráðist verði í miklar aðgerðir. „Helstu niðurstöður skýrslunnar eru að hlýnun jarðar er óumdeilanleg. Síðan 1950 hefur bæði lofthjúpur og heimshöfin hlýnað mikið. Á sama tíma hefur dregið mikið úr útbreiðslu og magni snævar og íss,“ segir Halldór. „Afleiðingarnar eru þær að tíðni óveðra mun aukast og sjávaryfirborð mun hækka. Ef við viljum draga úr þessari hlýnun og þeim afleiðingum sem henni fylgir þá er orðið augljós að það þarf að gera eitthvað.“ Útbreiðsla og þykkt íss á norðurskauti jarðar er nú mun minni en gert var ráð fyrir árið 2007 og síðasti áratugur er sá heitasti síðan 1850. Náttúruverndasamtök Íslands fjalla um málið á heimasíðu sinni í dag. Þar kemur fram að vísindamenn séu þess fullvissir að verði haldið áfram á sömu braut muni hitabylgjur og flóð í Evrópu valda miklum hörmungum. Heimhöfin munu einnig súrna hratt vegna síaukinnar losunar koltvísýsings. Hægt verður að koma í veg fyrir alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga með því að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Loftslagsmál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira