"Þegar ég var að leika þá fannst mér eins og þetta væri í alvörunni“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. september 2013 16:50 Myndirnar birtust á netinu í morgun. „Þetta eru myndir af atriði sem var tekið í Króatíu fyrir um mánuði síðan,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson um myndir sem láku á internetið í dag og hafa vakið mikla athygli þar sem hann sést sveifla stóru sverði þakið blóði við tökur á Game of Thrones. Hafþór segist ekkert geta gefið upp um hvað sé að gerast á myndunum fyrir utan það sem sést. En á myndunum virðist hann stinga mann á hol með sverðinu stóra og lyfta honum svo upp og fleygja honum til hliðar. „Þetta er manneskja sem leikur þarna, þetta er ekki brúða,“ segir Hafþór. „En auðvitað er, eins og með allar kvikmyndir, notast við brellur og tækni.“ Hafþór dvaldi í Króatíu í um tvær vikur og segir hann þetta góða lífsreynslu. „Þetta var gífurlega gaman og gott tækifæri fyrir mig til þess að kynna mér þennan bransa.“ Hafþór segist enga leikreynslu hafa en að honum finnist tökur hafa gengið vel. „Ég er í þremur þáttum alls,“ segir Hafþór en þessi fjórða þáttaröð samanstendur af tíu þáttum líkt og þær fyrri. „Ég fer út til Belfast 3. október og klára tökur þar.“ Hafþór segist hafa góða trú á því að þetta verði mjög góð sería spurður að því hvort að væntanleg þáttaröð verði ekki sú besta. „Ég er sjálfur mikill aðdáandi af þessum þáttum og fyrstu þrjár seríurnar hafa verið mjög góðar. Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast nema í þeim söguþræði sem ég leik í.“En er ekkert erfitt fyrir svo indælan mann að leika illmenni? „Ég get alveg viðurkennt að það voru sum atriði þarna sem voru svo raunveruleg að þegar ég var að leika þá fannst mér eins og þetta væri í alvörunni,“ útskýrir Hafþór. „Þetta er svo flott, maður lifir sig svo mikið inn í þetta. Þegar maður er búinn að endurtaka senurnar aftur og aftur, þá kemur andi yfir mann og maður vill gera vel. Maður datt inn í eitthvað zone og mér leið eins og þetta væri í alvörunni. Á þeim augnablikum þegar ég var að gera eitthvað „nastí“, þá spurði ég mig „hvað er ég eiginlega að gera hérna?,“ segir Hafþór og hlær. „En þetta er bara gaman." Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
„Þetta eru myndir af atriði sem var tekið í Króatíu fyrir um mánuði síðan,“ segir Hafþór Júlíus Björnsson um myndir sem láku á internetið í dag og hafa vakið mikla athygli þar sem hann sést sveifla stóru sverði þakið blóði við tökur á Game of Thrones. Hafþór segist ekkert geta gefið upp um hvað sé að gerast á myndunum fyrir utan það sem sést. En á myndunum virðist hann stinga mann á hol með sverðinu stóra og lyfta honum svo upp og fleygja honum til hliðar. „Þetta er manneskja sem leikur þarna, þetta er ekki brúða,“ segir Hafþór. „En auðvitað er, eins og með allar kvikmyndir, notast við brellur og tækni.“ Hafþór dvaldi í Króatíu í um tvær vikur og segir hann þetta góða lífsreynslu. „Þetta var gífurlega gaman og gott tækifæri fyrir mig til þess að kynna mér þennan bransa.“ Hafþór segist enga leikreynslu hafa en að honum finnist tökur hafa gengið vel. „Ég er í þremur þáttum alls,“ segir Hafþór en þessi fjórða þáttaröð samanstendur af tíu þáttum líkt og þær fyrri. „Ég fer út til Belfast 3. október og klára tökur þar.“ Hafþór segist hafa góða trú á því að þetta verði mjög góð sería spurður að því hvort að væntanleg þáttaröð verði ekki sú besta. „Ég er sjálfur mikill aðdáandi af þessum þáttum og fyrstu þrjár seríurnar hafa verið mjög góðar. Ég veit ekkert hvað er að fara að gerast nema í þeim söguþræði sem ég leik í.“En er ekkert erfitt fyrir svo indælan mann að leika illmenni? „Ég get alveg viðurkennt að það voru sum atriði þarna sem voru svo raunveruleg að þegar ég var að leika þá fannst mér eins og þetta væri í alvörunni,“ útskýrir Hafþór. „Þetta er svo flott, maður lifir sig svo mikið inn í þetta. Þegar maður er búinn að endurtaka senurnar aftur og aftur, þá kemur andi yfir mann og maður vill gera vel. Maður datt inn í eitthvað zone og mér leið eins og þetta væri í alvörunni. Á þeim augnablikum þegar ég var að gera eitthvað „nastí“, þá spurði ég mig „hvað er ég eiginlega að gera hérna?,“ segir Hafþór og hlær. „En þetta er bara gaman."
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Lífið Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Fleiri fréttir ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira