Josh Homme úr rokksveitinni Queens of the Stone Age vandar rapparanum Jay Z ekki kveðjurnar í nýlegu viðtali við útvarpsstöðina CBC Radio 2.
Fyrir tveimur vikum spiluðu Queens of the Stone Age á hátíðinni Made In America sem Jay Z stóð fyrir í Fíladelfíu í Bandaríkjunum.
"Þessi náungi er ruglaður. Hann lætur öryggisverði sína leita á hljómsveitum sem eru á leiðinni á tónleikastaðinn," sagði Homme. Hann hótaði að hætta við að spila á hátíðinni eftir að öryggisverðirnir vildu fá að skoða ofan í töskuna hans. "Enginn hefur beðið um þetta áður. Þú átt ekki að leita á mínum mönnum. Þú átt bara að drulla þér í burtu."
Jay Z gaf Homme og félögum flösku af kampavíni og vildi láta taka mynd af þeim með flöskuna. "Ég hugsaði með mér: "Þetta er ekki gjöf, þetta er markaðstæki". Ég eyðilagði flöskuna vegna þess að mér fannst þetta mjög dónalegt."
Hann bætti við: "Fólk segir aldrei neitt slæmt um Jay Z, er það nokkuð?"
Jay Z er ruglaður
Mest lesið




Gamli er (ekki) alveg með'etta
Gagnrýni



Borgin býður í tívolíveislu
Tónlist

Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð
Tíska og hönnun

