Djúpið tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2013 10:05 Íslenska kvikmyndin Djúpið hefur verið tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Verðlaunin verða afhent sjöunda desember í Berlín en opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu á netinu þar sem kvikmyndaunnendur velja sína uppáhalds mynd. Ellefu myndir eru tilnefndar til áhorfendaverðlaunanna í ár. Baltasar Kormákur er afar spenntur fyrir samkeppninni og hvetur Íslendinga til að taka þátt í kosningunni. „Þetta er rosalega flottur félagsskapur. Þetta eru allt kvikmyndir sem eru búnar að gera það mjög gott þannig að það verður við ramman reip að draga. Við erum lítil þjóð í þessari samkeppni og væri gaman ef sem flestir taka þátt og kjósa,“ segir Baltasar. Djúpið er frá árinu 2012 og er handritið skrifað af Baltasar og Jóni Atla Jónassyni. Myndin er innblásin af þeim einstaka atburði þegar Guðlaugur Friðþórsson náði einn áhafnarmeðlima að bjarga lífi sínu eftir að Hellisey VE503 hvolfdi og sökk seint í mars 1984. Djúpið var forsýnd á kvikmyndahátíðinni í Torontó í september 2012 þar sem hún hlaut lofsamlega dóma gagnrýnenda og var ein af níu kvikmyndum sem komust í gegnum niðurskurð dómnefndar Óskarsverðlaunanna í janúar sem besta erlenda myndin en hlaut þó ekki tilnefningu. Kvikmyndirnar sem tilnefndar til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár eru:Djúpið Ísland / NoregurAnna Karenina BretlandThe best offer ÍtalíaThe broken circle breakdown BelgíaThe gilded cage Portúgal / FrakklandI‘m so excited SpánnThe Impossible SpánnKon-tiki Noregur, Danmörk, Bretland, Þýskaland, SvíðþjóðLove is all you need DanmörkOh boy! ÞýskalandSearching for sugar man Bretland / Svíþjóð Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Djúpið hefur verið tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Verðlaunin verða afhent sjöunda desember í Berlín en opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu á netinu þar sem kvikmyndaunnendur velja sína uppáhalds mynd. Ellefu myndir eru tilnefndar til áhorfendaverðlaunanna í ár. Baltasar Kormákur er afar spenntur fyrir samkeppninni og hvetur Íslendinga til að taka þátt í kosningunni. „Þetta er rosalega flottur félagsskapur. Þetta eru allt kvikmyndir sem eru búnar að gera það mjög gott þannig að það verður við ramman reip að draga. Við erum lítil þjóð í þessari samkeppni og væri gaman ef sem flestir taka þátt og kjósa,“ segir Baltasar. Djúpið er frá árinu 2012 og er handritið skrifað af Baltasar og Jóni Atla Jónassyni. Myndin er innblásin af þeim einstaka atburði þegar Guðlaugur Friðþórsson náði einn áhafnarmeðlima að bjarga lífi sínu eftir að Hellisey VE503 hvolfdi og sökk seint í mars 1984. Djúpið var forsýnd á kvikmyndahátíðinni í Torontó í september 2012 þar sem hún hlaut lofsamlega dóma gagnrýnenda og var ein af níu kvikmyndum sem komust í gegnum niðurskurð dómnefndar Óskarsverðlaunanna í janúar sem besta erlenda myndin en hlaut þó ekki tilnefningu. Kvikmyndirnar sem tilnefndar til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár eru:Djúpið Ísland / NoregurAnna Karenina BretlandThe best offer ÍtalíaThe broken circle breakdown BelgíaThe gilded cage Portúgal / FrakklandI‘m so excited SpánnThe Impossible SpánnKon-tiki Noregur, Danmörk, Bretland, Þýskaland, SvíðþjóðLove is all you need DanmörkOh boy! ÞýskalandSearching for sugar man Bretland / Svíþjóð
Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira