Djúpið tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2013 10:05 Íslenska kvikmyndin Djúpið hefur verið tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Verðlaunin verða afhent sjöunda desember í Berlín en opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu á netinu þar sem kvikmyndaunnendur velja sína uppáhalds mynd. Ellefu myndir eru tilnefndar til áhorfendaverðlaunanna í ár. Baltasar Kormákur er afar spenntur fyrir samkeppninni og hvetur Íslendinga til að taka þátt í kosningunni. „Þetta er rosalega flottur félagsskapur. Þetta eru allt kvikmyndir sem eru búnar að gera það mjög gott þannig að það verður við ramman reip að draga. Við erum lítil þjóð í þessari samkeppni og væri gaman ef sem flestir taka þátt og kjósa,“ segir Baltasar. Djúpið er frá árinu 2012 og er handritið skrifað af Baltasar og Jóni Atla Jónassyni. Myndin er innblásin af þeim einstaka atburði þegar Guðlaugur Friðþórsson náði einn áhafnarmeðlima að bjarga lífi sínu eftir að Hellisey VE503 hvolfdi og sökk seint í mars 1984. Djúpið var forsýnd á kvikmyndahátíðinni í Torontó í september 2012 þar sem hún hlaut lofsamlega dóma gagnrýnenda og var ein af níu kvikmyndum sem komust í gegnum niðurskurð dómnefndar Óskarsverðlaunanna í janúar sem besta erlenda myndin en hlaut þó ekki tilnefningu. Kvikmyndirnar sem tilnefndar til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár eru:Djúpið Ísland / NoregurAnna Karenina BretlandThe best offer ÍtalíaThe broken circle breakdown BelgíaThe gilded cage Portúgal / FrakklandI‘m so excited SpánnThe Impossible SpánnKon-tiki Noregur, Danmörk, Bretland, Þýskaland, SvíðþjóðLove is all you need DanmörkOh boy! ÞýskalandSearching for sugar man Bretland / Svíþjóð Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Djúpið hefur verið tilnefnd til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Verðlaunin verða afhent sjöunda desember í Berlín en opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu á netinu þar sem kvikmyndaunnendur velja sína uppáhalds mynd. Ellefu myndir eru tilnefndar til áhorfendaverðlaunanna í ár. Baltasar Kormákur er afar spenntur fyrir samkeppninni og hvetur Íslendinga til að taka þátt í kosningunni. „Þetta er rosalega flottur félagsskapur. Þetta eru allt kvikmyndir sem eru búnar að gera það mjög gott þannig að það verður við ramman reip að draga. Við erum lítil þjóð í þessari samkeppni og væri gaman ef sem flestir taka þátt og kjósa,“ segir Baltasar. Djúpið er frá árinu 2012 og er handritið skrifað af Baltasar og Jóni Atla Jónassyni. Myndin er innblásin af þeim einstaka atburði þegar Guðlaugur Friðþórsson náði einn áhafnarmeðlima að bjarga lífi sínu eftir að Hellisey VE503 hvolfdi og sökk seint í mars 1984. Djúpið var forsýnd á kvikmyndahátíðinni í Torontó í september 2012 þar sem hún hlaut lofsamlega dóma gagnrýnenda og var ein af níu kvikmyndum sem komust í gegnum niðurskurð dómnefndar Óskarsverðlaunanna í janúar sem besta erlenda myndin en hlaut þó ekki tilnefningu. Kvikmyndirnar sem tilnefndar til áhorfendaverðlauna Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár eru:Djúpið Ísland / NoregurAnna Karenina BretlandThe best offer ÍtalíaThe broken circle breakdown BelgíaThe gilded cage Portúgal / FrakklandI‘m so excited SpánnThe Impossible SpánnKon-tiki Noregur, Danmörk, Bretland, Þýskaland, SvíðþjóðLove is all you need DanmörkOh boy! ÞýskalandSearching for sugar man Bretland / Svíþjóð
Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein