Óttaslegnir listamenn Jakob Bjarnar skrifar 3. september 2013 08:29 Kolbrún Halldórsdóttir óttast að stuðningur sem nemur 720 milljónum króna verði rýrari í roðinu í fyrsta fjárlagafrumvarpi nýrrar ríkisstjórnar. Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL- Bandalags íslenskra listamanna, hefur verulegar áhyggjur af því að listir og menning beri skarðan hlut frá borði þegar fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. Andlátsorð Seamus Heaney, hins írska skálds sem nýverið féll frá voru "Do not be afraid" eða óttist ekki. Svo virðist sem listamenn á Íslandi tileinki sér fremur slagorð kvikmyndar Cronenbergs, The Fly; "Be afraid, be very afraid" þessa dagana: Verið hrædd, verið mjög hrædd. Og svo virðist sem menningarninar menn hafi fulla ástæðu til að óttast því stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar líta margir til niðurskurðar í þeim geira. Kolbrún Halldórsdóttir ritaði grein sem birtist í Fréttablaðið í dag og segir að með fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar hafi verið sett fram áform til þriggja ára um aukin framlög til verkefnatengdra sjóða á vettvangi lista og sköpunar. Framlag til Kvikmyndasjóðs tvöfaldað og fjórir nýir sjóðir stofnaðir. Um er að ræða stuðning sem nemur 720 milljónum króna, þar af 470 milljónir til Kvikmyndasjóðs og 250 milljónir í aðra sjóði. "Þessir fjármunir eru til staðar í fjárlögum 2013 og augljóst að ef þeirra nýtur ekki við í fjárlögum 2014 mun það koma hart niður á uppbyggingu þeirra atvinnugreina sem byggja á starfi listamanna og hönnuða," segir Kolbrún.Grímur Gíslason. Vill skera niður framlög til menningar og nota féð í heilbrigðiskerfið.Ýmsir meðal stuðningsmanna og stjórnarliða hafa litið hýru auga til framlaga hins opinbera í verkefnatengda sjóði á sviði menningar og lista, og vilja þar klípa af til að standa straum af öðrum kostnaði hins opinbera. Þannig hefur til dæmis Grímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur lýst yfir áhyggjum af fyrirhugaðri lokun skurðstofu í Eyjum og bendir á að með því að skera niður í menningu og list hjá hinu opinbera, megi auðveldlega útvega nægilegt fjármagn til að halda skurðstofunni opinni. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Kolbrún Halldórsdóttir, forseti BÍL- Bandalags íslenskra listamanna, hefur verulegar áhyggjur af því að listir og menning beri skarðan hlut frá borði þegar fyrsta fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar lítur dagsins ljós. Andlátsorð Seamus Heaney, hins írska skálds sem nýverið féll frá voru "Do not be afraid" eða óttist ekki. Svo virðist sem listamenn á Íslandi tileinki sér fremur slagorð kvikmyndar Cronenbergs, The Fly; "Be afraid, be very afraid" þessa dagana: Verið hrædd, verið mjög hrædd. Og svo virðist sem menningarninar menn hafi fulla ástæðu til að óttast því stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar líta margir til niðurskurðar í þeim geira. Kolbrún Halldórsdóttir ritaði grein sem birtist í Fréttablaðið í dag og segir að með fjárfestingaráætlun fyrri ríkisstjórnar hafi verið sett fram áform til þriggja ára um aukin framlög til verkefnatengdra sjóða á vettvangi lista og sköpunar. Framlag til Kvikmyndasjóðs tvöfaldað og fjórir nýir sjóðir stofnaðir. Um er að ræða stuðning sem nemur 720 milljónum króna, þar af 470 milljónir til Kvikmyndasjóðs og 250 milljónir í aðra sjóði. "Þessir fjármunir eru til staðar í fjárlögum 2013 og augljóst að ef þeirra nýtur ekki við í fjárlögum 2014 mun það koma hart niður á uppbyggingu þeirra atvinnugreina sem byggja á starfi listamanna og hönnuða," segir Kolbrún.Grímur Gíslason. Vill skera niður framlög til menningar og nota féð í heilbrigðiskerfið.Ýmsir meðal stuðningsmanna og stjórnarliða hafa litið hýru auga til framlaga hins opinbera í verkefnatengda sjóði á sviði menningar og lista, og vilja þar klípa af til að standa straum af öðrum kostnaði hins opinbera. Þannig hefur til dæmis Grímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur lýst yfir áhyggjum af fyrirhugaðri lokun skurðstofu í Eyjum og bendir á að með því að skera niður í menningu og list hjá hinu opinbera, megi auðveldlega útvega nægilegt fjármagn til að halda skurðstofunni opinni.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira