Shelly-Ann Fraser-Pryce, Jamaíku, kom sá og sigraði í 100 metra hlaupi kvenna á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í gær en mótið fer fram í Moskvu.
Fraser-Pryce kom langfyrst í mark á tímanum 10,71 sekúndum, rétt frá sínu persónulega meti.
Murielle Ahoure, Fílabeinsströndinni, hafnaði í öðru sæti í hlaupinu á 10,93 sekúndum og Carmelita Jeter, Bandaríkjunum, varð þriðja á 10,94.
