Hvar eru þau nú? Cranberries, Ace Of Base og All-4-One Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 13. ágúst 2013 12:19 Cranberries, All-4-One og Ace Of Base voru allar vinsælar árið 1994. mynd/365 Árið 1994 var ár mikilla breytinga fyrir vinsældapoppið. Þetta kemur fram á fréttasíðu tónlistartímaritsins Rolling Stone. Það má segja að tíma gruggsins hafi lokið í kjölfar sjálfsmorðs Kurt Cobain forsprakka Nirvana. Nýjar hljómsveitir komu fram á sjónarsviðið, þar má nefna sem dæmi Cranberries, All 4 One og Ace Of Base.Cranberries Írska rokkbandið Cranberries var gríðarlega vinsæl á árunum 1993 til 1995. Meðal þekktra laga hljómsveitarinnar má nefna Linger, Zombie, Dreams og Salvation. Þekkt atriði í kvikmyndasögunni er þegar bekkjarfélagi Cher sem leikin var af Alicia Silverstone í myndinni Cluless, bað um leyfi kennarans til að fara út og endurheimta Cranberries geilsadiskinn sinn. Á þessum árum leit út fyrir að Cranberries væru komin til að vera, allt þar til geisladiskur hljómsveitarinnar To The Faithful Departed kom út, en hann stóðst ekki væntingar. Hljómsveitin hékk saman til ársins 2003. Dolores O'Riordan, söngkona hljómsveitarinnar, gítarleikari og lagasmiður gaf út diska árið 2007 og 2009. Hún snéri aftur í Cranberries fyrir fjórum árum og á þessu ári gáfu þau út diskinn Roses, sem er sá fyrsti sem kemur frá þeim í yfir áratug. Hljómsveitin fór á tónleikaferðalag í desember á síðasta ári. Heimasíða þeirra hefur ekki verið uppfærð frá árinu 2012 sem má túlka sem svo að eflaust gangi hlutirnir ekki of vel fyrir Cranberries um þessar mundir.All-4-One Flestir þeir sem stunduðu diskótek í skólum árið 1994 muna eflaust eftir poppkvartettnum All-4-One. Það ár gáfu þeir út ábreiðulag John Michael Montgomery, I swear. Lagið sló gjörsamlega í gegn og eflaust eru ófáir sem hafa tekið vangadans við lagið eða að minnsta kosti dreymt um það. Hljómsveitin hefur aldrei hætt störfum og allir upprunalegu meðlimir bandsins eru enn í því. Á twitter síðu þeirra eru aðeins um 1500 sem fylgjast með þeim. Fyrir þá sem hafa áhuga, þá verða þeir að spila 1. nóvember næstkomandi í Seoul í Suður Kóreu.Ace Of Base Um tíma leit út fyrir að sænska hljómsveitin Ace Of Bace yrði næsta Abba. Líkindin voru ótrúleg, bæði Ace Of Bace og Abba eru frá Svíþjóð og báðar samanstanda þær af tveimur körlum og tveimur konum, annarri ljóshærðri og hinni dökkhærði. Vinsæl lög Ace Of Bace voru All That She Wants, Don´t Turn Around og Living in Danger. Kvennkynsmeðlimir hljómsveitarinnar eru hættir í bandinu en karlarnir hafa fengið tvær nýjar konur til þess að halda áfram. Heimasíða þeirra hefur ekki verið uppfærð í langan tíma og því virðist vera lítið af frétta af hljómsveitinni í dag. Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Árið 1994 var ár mikilla breytinga fyrir vinsældapoppið. Þetta kemur fram á fréttasíðu tónlistartímaritsins Rolling Stone. Það má segja að tíma gruggsins hafi lokið í kjölfar sjálfsmorðs Kurt Cobain forsprakka Nirvana. Nýjar hljómsveitir komu fram á sjónarsviðið, þar má nefna sem dæmi Cranberries, All 4 One og Ace Of Base.Cranberries Írska rokkbandið Cranberries var gríðarlega vinsæl á árunum 1993 til 1995. Meðal þekktra laga hljómsveitarinnar má nefna Linger, Zombie, Dreams og Salvation. Þekkt atriði í kvikmyndasögunni er þegar bekkjarfélagi Cher sem leikin var af Alicia Silverstone í myndinni Cluless, bað um leyfi kennarans til að fara út og endurheimta Cranberries geilsadiskinn sinn. Á þessum árum leit út fyrir að Cranberries væru komin til að vera, allt þar til geisladiskur hljómsveitarinnar To The Faithful Departed kom út, en hann stóðst ekki væntingar. Hljómsveitin hékk saman til ársins 2003. Dolores O'Riordan, söngkona hljómsveitarinnar, gítarleikari og lagasmiður gaf út diska árið 2007 og 2009. Hún snéri aftur í Cranberries fyrir fjórum árum og á þessu ári gáfu þau út diskinn Roses, sem er sá fyrsti sem kemur frá þeim í yfir áratug. Hljómsveitin fór á tónleikaferðalag í desember á síðasta ári. Heimasíða þeirra hefur ekki verið uppfærð frá árinu 2012 sem má túlka sem svo að eflaust gangi hlutirnir ekki of vel fyrir Cranberries um þessar mundir.All-4-One Flestir þeir sem stunduðu diskótek í skólum árið 1994 muna eflaust eftir poppkvartettnum All-4-One. Það ár gáfu þeir út ábreiðulag John Michael Montgomery, I swear. Lagið sló gjörsamlega í gegn og eflaust eru ófáir sem hafa tekið vangadans við lagið eða að minnsta kosti dreymt um það. Hljómsveitin hefur aldrei hætt störfum og allir upprunalegu meðlimir bandsins eru enn í því. Á twitter síðu þeirra eru aðeins um 1500 sem fylgjast með þeim. Fyrir þá sem hafa áhuga, þá verða þeir að spila 1. nóvember næstkomandi í Seoul í Suður Kóreu.Ace Of Base Um tíma leit út fyrir að sænska hljómsveitin Ace Of Bace yrði næsta Abba. Líkindin voru ótrúleg, bæði Ace Of Bace og Abba eru frá Svíþjóð og báðar samanstanda þær af tveimur körlum og tveimur konum, annarri ljóshærðri og hinni dökkhærði. Vinsæl lög Ace Of Bace voru All That She Wants, Don´t Turn Around og Living in Danger. Kvennkynsmeðlimir hljómsveitarinnar eru hættir í bandinu en karlarnir hafa fengið tvær nýjar konur til þess að halda áfram. Heimasíða þeirra hefur ekki verið uppfærð í langan tíma og því virðist vera lítið af frétta af hljómsveitinni í dag.
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið