30 kg farin - ætlar að keppa í fitness Ellý Ármanns skrifar 19. ágúst 2013 10:00 Við höfum fylgst með Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar, en Ragna hefur nú tekið sjálfa sig í gegn á líkama og sál. Nú stefnir hún á að keppa í fitness á næsta ári. Við spurðum Rögnu hvernig hún ætlar að takast á við það verkefni. „Átakið gengur rosalega vel og kílóin hrynja af mér. Ég var búin að missa 26,5 kg í april þegar við töluðum saman seinast (sjá hér) og núna er ég búin að léttast um tæp 5 kíló til viðbótar og er að byggja upp vöðva. Þannig að ég hef misst rúmlega 30 kíló siðan í október 2012." Ragna hefur misst tæp 30 kg.Hvernig ferðu að þessu? „Ég fer í ræktina tvisvar á dag sex daga vikunnar. Stundum, ef ég kemst ekki i ræktina þar sem ég er einstæð móðir með þrjú börn, þá tek ég æfingar á gólfinu heima - þannig að það eru engar afsakanir," segir Ragna.Hér má einnig sjá hvað Ragna lítur vel út. Hún ætlar alla leið á sýningarpallinn í fitness.Stefnir á fitnessHvert stefnir þú? „Ég stefni á að komast í fitness keppnisform. Ég hef óbilandi trú á sjálfri mér en ég hef náð rosa langt hingað til. Mikill áhugi hefur kviknað hjá mér eftir veikindin hja Ellu Dís dóttur minni á öllu sem viðkemur næringu og mikilvægi þess fyrir okkur en hún er með alvarlegan vítamín B2 skort og fær það í stórum skammti sem meðferð og fleiri vítamín," útskýrir Ragnar og heldur áfram: „Ég hef einnig breytt lifsstil mínum rosalega og lært að borða rétt með hjálp Herbalife og Hönnu Kristinar sem bókstaflega umturnaði lífi minu til hins betra svo vægt sé til orða tekið."Leggur hart að sér í ræktinni „Ég næri mig rétt, legg hart að mér í ræktinni og mæti samviskusamlega á hverjum degi. Ég er með yndislegt fólk á bak við mig sem gefur mér styrkinn til að gera þetta að raunveruleika. Ég veit að ég get allt sem ég ætla mér og þetta er eitt af þvi. Með þrautsegju, dugnaði og óbilandi trú á sjálfa mig þá get ég flutt fjöll og komið mér i besta form sem ég hef nokkurn timan verið í."Ætlar alla leið „Núna þegar ég veit að það er ekkert sem stoppar mig nema ég sjálf og ef ég legg hart að mér og gefst ekki upp þá er allt hægt. Þess vegna ætla ég að fara alla leið og keppa i fitness en sá draumur hefur verið a „bucket- listanum" lengi. Það er bara gaman og mjög skemmtileg áskorun," segir Ragna að lokum. Heilsa Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Við höfum fylgst með Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar, en Ragna hefur nú tekið sjálfa sig í gegn á líkama og sál. Nú stefnir hún á að keppa í fitness á næsta ári. Við spurðum Rögnu hvernig hún ætlar að takast á við það verkefni. „Átakið gengur rosalega vel og kílóin hrynja af mér. Ég var búin að missa 26,5 kg í april þegar við töluðum saman seinast (sjá hér) og núna er ég búin að léttast um tæp 5 kíló til viðbótar og er að byggja upp vöðva. Þannig að ég hef misst rúmlega 30 kíló siðan í október 2012." Ragna hefur misst tæp 30 kg.Hvernig ferðu að þessu? „Ég fer í ræktina tvisvar á dag sex daga vikunnar. Stundum, ef ég kemst ekki i ræktina þar sem ég er einstæð móðir með þrjú börn, þá tek ég æfingar á gólfinu heima - þannig að það eru engar afsakanir," segir Ragna.Hér má einnig sjá hvað Ragna lítur vel út. Hún ætlar alla leið á sýningarpallinn í fitness.Stefnir á fitnessHvert stefnir þú? „Ég stefni á að komast í fitness keppnisform. Ég hef óbilandi trú á sjálfri mér en ég hef náð rosa langt hingað til. Mikill áhugi hefur kviknað hjá mér eftir veikindin hja Ellu Dís dóttur minni á öllu sem viðkemur næringu og mikilvægi þess fyrir okkur en hún er með alvarlegan vítamín B2 skort og fær það í stórum skammti sem meðferð og fleiri vítamín," útskýrir Ragnar og heldur áfram: „Ég hef einnig breytt lifsstil mínum rosalega og lært að borða rétt með hjálp Herbalife og Hönnu Kristinar sem bókstaflega umturnaði lífi minu til hins betra svo vægt sé til orða tekið."Leggur hart að sér í ræktinni „Ég næri mig rétt, legg hart að mér í ræktinni og mæti samviskusamlega á hverjum degi. Ég er með yndislegt fólk á bak við mig sem gefur mér styrkinn til að gera þetta að raunveruleika. Ég veit að ég get allt sem ég ætla mér og þetta er eitt af þvi. Með þrautsegju, dugnaði og óbilandi trú á sjálfa mig þá get ég flutt fjöll og komið mér i besta form sem ég hef nokkurn timan verið í."Ætlar alla leið „Núna þegar ég veit að það er ekkert sem stoppar mig nema ég sjálf og ef ég legg hart að mér og gefst ekki upp þá er allt hægt. Þess vegna ætla ég að fara alla leið og keppa i fitness en sá draumur hefur verið a „bucket- listanum" lengi. Það er bara gaman og mjög skemmtileg áskorun," segir Ragna að lokum.
Heilsa Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira