Mynd Baltasars sú vinsælasta vestanhafs Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. ágúst 2013 11:48 Það eru þeir Denzel Washington og Mark Wahlberg sem fara með aðalhlutverkin í 2 Guns. Mynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, var sú vinsælasta í bandarískum og kanadískum kvikmyndahúsum yfir helgina og þénaði rúmar 27 milljónir dala. Það er betri árangur en fyrri kvikmynd leikstjórans, Contraband, náði þó henni hafi einnig gengið vel. Hún þénaði rúmar 24 milljónir dala yfir opnunarhelgi og endaði í rúmum 66 milljónum. Vísir spurði kvikmyndagerðarmanninn Ásgrím Sverrisson álits, og segir hann gengi 2 Guns hafa staðist væntingar miðað við árstíma. „Það eru til margar leiðir til að líta á þetta. Þetta er auðvitað mikið ef þú horfir á þetta frá íslenskum sjónarhóli. Frá amerískum sjónarhóli er þetta opnun sem má búast við á þessum árstíma, jafnvel heldur betri. Oft er talað um ágúst sem daufan mánuð eftir stórmyndir sumarsins. Bíóaðsókn í heildina er sögð þokkaleg og hvað varðar myndina þá virðist hún hafa nokkurn veginn staðist væntingar.“ Ásgrímur segir flest benda til þess að myndin eigi eftir að þéna svipað og Contraband gerði í fyrra. En hvað þýðir þetta fyrir íslenska kvikmyndagerð? „Sko ég held að þetta þýði langmest fyrir Baltasar sjálfan. Þetta eru vísbendingar um að honum sé að ganga mjög vel og það er ánægjulegt. Það er mjög sannfærandi fyrir hann að gera tvær myndir í röð, sínar fyrstu stúdíómyndir, sem báðar fara á toppinn. Það er mjög sannfærandi innkoma. En svo hefur Baltasar talað um að hann vilji setja fé í íslenska kvikmyndagerð og þetta mun auðvitað hjálpa honum að útvega fé.“ Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Mynd Baltasars Kormáks, 2 Guns, var sú vinsælasta í bandarískum og kanadískum kvikmyndahúsum yfir helgina og þénaði rúmar 27 milljónir dala. Það er betri árangur en fyrri kvikmynd leikstjórans, Contraband, náði þó henni hafi einnig gengið vel. Hún þénaði rúmar 24 milljónir dala yfir opnunarhelgi og endaði í rúmum 66 milljónum. Vísir spurði kvikmyndagerðarmanninn Ásgrím Sverrisson álits, og segir hann gengi 2 Guns hafa staðist væntingar miðað við árstíma. „Það eru til margar leiðir til að líta á þetta. Þetta er auðvitað mikið ef þú horfir á þetta frá íslenskum sjónarhóli. Frá amerískum sjónarhóli er þetta opnun sem má búast við á þessum árstíma, jafnvel heldur betri. Oft er talað um ágúst sem daufan mánuð eftir stórmyndir sumarsins. Bíóaðsókn í heildina er sögð þokkaleg og hvað varðar myndina þá virðist hún hafa nokkurn veginn staðist væntingar.“ Ásgrímur segir flest benda til þess að myndin eigi eftir að þéna svipað og Contraband gerði í fyrra. En hvað þýðir þetta fyrir íslenska kvikmyndagerð? „Sko ég held að þetta þýði langmest fyrir Baltasar sjálfan. Þetta eru vísbendingar um að honum sé að ganga mjög vel og það er ánægjulegt. Það er mjög sannfærandi fyrir hann að gera tvær myndir í röð, sínar fyrstu stúdíómyndir, sem báðar fara á toppinn. Það er mjög sannfærandi innkoma. En svo hefur Baltasar talað um að hann vilji setja fé í íslenska kvikmyndagerð og þetta mun auðvitað hjálpa honum að útvega fé.“
Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira