Frá vinstri: Bruce Willis, Harrison Ford og Sylvester Stallone.
Vöðvabúntið Sylvester Stallone tilkynnti á Twitter-síðu sinni í gær að leikarinn Bruce Willis yrði ekki með í þriðju Expendables-myndinni. Í hans stað kemur hinn rúmlega sjötugi Harrison Ford.
Skömmu síðar henti ítalski folinn svo inn annarri færslu þar sem má varla túlka öðruvísi en svo að slest hafi upp á vinskap þeirra Stallone og Willis.
Willis lék í fyrri myndunum tveimur en af þessu má ráða að hann hafi sagt skilið við seríuna. Þó verður enginn skortur á mannskap í Expendables 3. Leikaralistinn lengist í sífellu og á honum má meðal annars finna leikarana Jackie Chan, Nicolas Cage, Wesley Snipes, Arnold Schwarzenegger, Mel Gibson og Millu Jovovich, sem og aðalleikarana Sylvester Stallone og Jason Statham.