Baltasar í íslenskri hönnun á rauða dreglinum Kristjana Arnarsdóttir skrifar 30. júlí 2013 12:30 Hér er Baltasar með eiginkonu sinni Lilju Pálmadóttur og börnum á rauða dreglinum í New York. getty/nordicphotos Stórmyndin 2 Guns í leikstjórn Baltasars Kormáks var frumsýnd í New York í gær. Myndin skartar þeim Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum og segir frá fíkniefnalögreglu og leyniþjónustumanni sem eru látnir vinna saman. Báðir eru þeir þó í dulargervi og veit hvorugur að því að hinn er lögga. Þegar hættuleg aðgerð misheppnast algjörlega verða þeir að gera allt hvað þeir geta til þess að endurheimta orðspor sitt og fella glæpaforingjana sem leiddu þá í gildru. Baltasar klæddist jakkafötum og skóm úr fatalínu Guðmundar Jörundssonar, JÖR, á dreglinum í gær og verður það að teljast góð auglýsing fyrir fatahönnuðinn íslenska. Fjölskylda Baltasars var einnig mætt á frumsýninguna og sagði leikstjórinn í viðtali Fréttablaðsins í dag að tilhlökkunin hefði verið mikil. „Hér erum við öll, það þarf rútur til að flytja okkur á milli. Ég ákvað að taka alla krakkana með en þetta er fyrsta stóra frumsýningin erlendis sem þau fá að upplifa og þau eru rosalega spennt.“ Kvikmyndin 2 Guns verður frumsýnd hér á landi hinn 7. ágúst. Hér að neðan má sjá viðtal við þá Mark Wahlberg og Denzel Washington á frumsýningunni í gær.Paula Patton fer með hlutverk í myndinni en hún er eiginkona söngvarans Robins Thicke sem gaf frá sér umdeilda smellinn Blurred Lines nýverið.Rapparinn 50 Cent lét sig ekki vanta á frumsýninguna.James Marsden, sem margir þekkja úr X-Men myndunum eða 30 Rock, leikur einnig í mynd Baltasars.Mark Wahlberg lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og mætti með eiginkonu sína til fjögurra ára, hina stórglæsilegu Rheu Dhurham.Denzel Washington var svartklæddur og í New Balance strigaskóm í gær en eiginkona hans, Pauletta Pearson Washington, var í fallegum ferskjulituðum kjól. Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Stórmyndin 2 Guns í leikstjórn Baltasars Kormáks var frumsýnd í New York í gær. Myndin skartar þeim Denzel Washington og Mark Wahlberg í aðalhlutverkum og segir frá fíkniefnalögreglu og leyniþjónustumanni sem eru látnir vinna saman. Báðir eru þeir þó í dulargervi og veit hvorugur að því að hinn er lögga. Þegar hættuleg aðgerð misheppnast algjörlega verða þeir að gera allt hvað þeir geta til þess að endurheimta orðspor sitt og fella glæpaforingjana sem leiddu þá í gildru. Baltasar klæddist jakkafötum og skóm úr fatalínu Guðmundar Jörundssonar, JÖR, á dreglinum í gær og verður það að teljast góð auglýsing fyrir fatahönnuðinn íslenska. Fjölskylda Baltasars var einnig mætt á frumsýninguna og sagði leikstjórinn í viðtali Fréttablaðsins í dag að tilhlökkunin hefði verið mikil. „Hér erum við öll, það þarf rútur til að flytja okkur á milli. Ég ákvað að taka alla krakkana með en þetta er fyrsta stóra frumsýningin erlendis sem þau fá að upplifa og þau eru rosalega spennt.“ Kvikmyndin 2 Guns verður frumsýnd hér á landi hinn 7. ágúst. Hér að neðan má sjá viðtal við þá Mark Wahlberg og Denzel Washington á frumsýningunni í gær.Paula Patton fer með hlutverk í myndinni en hún er eiginkona söngvarans Robins Thicke sem gaf frá sér umdeilda smellinn Blurred Lines nýverið.Rapparinn 50 Cent lét sig ekki vanta á frumsýninguna.James Marsden, sem margir þekkja úr X-Men myndunum eða 30 Rock, leikur einnig í mynd Baltasars.Mark Wahlberg lét sig að sjálfsögðu ekki vanta og mætti með eiginkonu sína til fjögurra ára, hina stórglæsilegu Rheu Dhurham.Denzel Washington var svartklæddur og í New Balance strigaskóm í gær en eiginkona hans, Pauletta Pearson Washington, var í fallegum ferskjulituðum kjól.
Mest lesið Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Tíska og hönnun Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Nóvella sem leiðir lesandann inn í söguna á nýjan hátt Lífið samstarf Fleiri fréttir Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira