Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Stjarnan 0-3 Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli skrifar 30. júlí 2013 11:35 ÍBV og Stjarnan áttust við á Hásteinsvelli í blíðskaparveðri í Vestmannaeyjum í dag. Liðin voru í efstu tveimur sætum deildarinnar fyrir leikinn en Stjarnan hafði fullt hús stiga eftir fyrri umferðina. Leikurinn varð aldrei spennandi nema á upphafsmínútunum og má þar kenna um meiðslavandræðum Eyjamanna en meiðslalistinn er langur. Leiknum lauk með 0-3 sigri Stjörnunnar sem að eru gjörsamlega að stinga af í deildinni. Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins með glæsilegu skoti utan teigs uppi í fjær markvinkilinn en hún fékk alltof mikinn tíma til að stilla skotfótinn. Stjörnustúlkur hertu takið á leiknum eftir þetta og sóttu mikið næstu mínútur eftir það og áttu nokkur skot sem að Bryndís varði vel. Þegar að lítið var eftir af fyrri hálfleiknum tók Soffía hornspyrnu beint á kollinn á Elvu Friðjónsdóttur sem stangaði boltann í netið af stuttu færi. Þorlákur Árnason fagnaði fyrstu tveimur mörkum sinna stúlkna vel og innilega enda höfðu Eyjastúlkur ekki tapað stigum á heimavelli á þessari leiktíð. Jón Ólafur þjálfari Eyjamanna gerði eina breytingu í hálfleik og setti þá Bryndísi Hrönn inn fyrir Rosie Sutton sem átti ekki sinn besta leik á kantinum fyrir Eyjastúlkur. Eyjastelpur byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og litu vel út fyrstu tuttugu mínúturnar áður en að Stjörnustelpur tóku völdin og var það helst innkomu Megan Anne að þakka sem að er bandarískur framherji sem kom inná þegar að um það bil kortér lifði leiks. Megan skoraði mark úr flottum skalla eftir flotta sókn Garðbæinga og sendingu frá Hörpu Þorsteinsdóttur af kantinum. Stjörnustúlkur áttu sigurinn skilinn og eru komnar með aðra hendina á titilinn en þær hafa ekki enn tapað stigi og virðast vera með besta leikmannahópinn á deildinni. Þorlákur Árnason: Við erum hætt að telja gömlu stigin„Ég er sáttur, þetta var bara mjög góður leikur. Lykilatriðið var að stoppa Shaneku og Vesnu og það tókst,“ sagði Þorlákur Árnason þjálfara Stjörnustúlkna en þær unnu 3-0 útisigur á vængbrotnu liði Eyjastúlkna. Megan Anne Lindsey spilaði síðustu 15 mínútur leiksins í dag og stóð sig mjög vel, Megan er bandarísk og spilaði fyrri hálfleik gegn Þór/KA í bikarnum fyrir nokkrum dögum. Þorlákur hafði þetta um hana að segja: „Hún átti frábæra innkomu í dag og skoraði stórkostlegt mark, ég er mjög ánægður með hana.“ Stjörnustúlkur eru komnar með fullt hús stiga eftir fyrstu 10 leiki sína en vill Þorvaldur fara að tala um titilinn strax? „Núna er seinni umferðin að byrja og við erum hætt að telja gömlu stigin, þannig að þetta voru þrjú góð stig,“ sagði Þorvaldur glaður í leikslok. Jón Ólafur Daníelsson: Margir leikmenn spiluðu langt undir getu„Ég er mjög ósáttur með að tapa 3-0 og er einnig ósáttur með það hversu margir leikmenn spiluðu langt undir getu,“ sagði Jón Ólafur Daníelsson þjálfari Eyjastúlkna eftir 3-0 tap þeirra á heimavelli gegn toppliði Stjörnunnar. Sandra Erlingsdóttir spilaði í stöðu hægri bakvarðar en margar stelpur úr Eyjaliðinu eru meiddar. Sandra er einungis nýorðin 15 ára og spilar með 3. flokki ÍBV. Jón Ólafur hafði þetta um Söndru að segja: „Ég treysti henni fullkomlega, hún var í sjálfu sér eini kosturinn í dag til þess að koma inn í bakvörð og hún stóð sig með miklum sóma.“ Shaneka Gordon slapp ein í gegn í byrjun leiks en Eyjastúlkum tókst að klúðra því á einhvern hátt, hvernig sá Jón Ólafur það atvik? „Þær töluðu um að við hefðum átt að fá vítaspyrnu því hann fór í hendina á henni en ég sá hvorki atvikið né færið en mark úr því hefði breytt miklu í þessum leik,“ sagði Jón Óli að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
ÍBV og Stjarnan áttust við á Hásteinsvelli í blíðskaparveðri í Vestmannaeyjum í dag. Liðin voru í efstu tveimur sætum deildarinnar fyrir leikinn en Stjarnan hafði fullt hús stiga eftir fyrri umferðina. Leikurinn varð aldrei spennandi nema á upphafsmínútunum og má þar kenna um meiðslavandræðum Eyjamanna en meiðslalistinn er langur. Leiknum lauk með 0-3 sigri Stjörnunnar sem að eru gjörsamlega að stinga af í deildinni. Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins með glæsilegu skoti utan teigs uppi í fjær markvinkilinn en hún fékk alltof mikinn tíma til að stilla skotfótinn. Stjörnustúlkur hertu takið á leiknum eftir þetta og sóttu mikið næstu mínútur eftir það og áttu nokkur skot sem að Bryndís varði vel. Þegar að lítið var eftir af fyrri hálfleiknum tók Soffía hornspyrnu beint á kollinn á Elvu Friðjónsdóttur sem stangaði boltann í netið af stuttu færi. Þorlákur Árnason fagnaði fyrstu tveimur mörkum sinna stúlkna vel og innilega enda höfðu Eyjastúlkur ekki tapað stigum á heimavelli á þessari leiktíð. Jón Ólafur þjálfari Eyjamanna gerði eina breytingu í hálfleik og setti þá Bryndísi Hrönn inn fyrir Rosie Sutton sem átti ekki sinn besta leik á kantinum fyrir Eyjastúlkur. Eyjastelpur byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti og litu vel út fyrstu tuttugu mínúturnar áður en að Stjörnustelpur tóku völdin og var það helst innkomu Megan Anne að þakka sem að er bandarískur framherji sem kom inná þegar að um það bil kortér lifði leiks. Megan skoraði mark úr flottum skalla eftir flotta sókn Garðbæinga og sendingu frá Hörpu Þorsteinsdóttur af kantinum. Stjörnustúlkur áttu sigurinn skilinn og eru komnar með aðra hendina á titilinn en þær hafa ekki enn tapað stigi og virðast vera með besta leikmannahópinn á deildinni. Þorlákur Árnason: Við erum hætt að telja gömlu stigin„Ég er sáttur, þetta var bara mjög góður leikur. Lykilatriðið var að stoppa Shaneku og Vesnu og það tókst,“ sagði Þorlákur Árnason þjálfara Stjörnustúlkna en þær unnu 3-0 útisigur á vængbrotnu liði Eyjastúlkna. Megan Anne Lindsey spilaði síðustu 15 mínútur leiksins í dag og stóð sig mjög vel, Megan er bandarísk og spilaði fyrri hálfleik gegn Þór/KA í bikarnum fyrir nokkrum dögum. Þorlákur hafði þetta um hana að segja: „Hún átti frábæra innkomu í dag og skoraði stórkostlegt mark, ég er mjög ánægður með hana.“ Stjörnustúlkur eru komnar með fullt hús stiga eftir fyrstu 10 leiki sína en vill Þorvaldur fara að tala um titilinn strax? „Núna er seinni umferðin að byrja og við erum hætt að telja gömlu stigin, þannig að þetta voru þrjú góð stig,“ sagði Þorvaldur glaður í leikslok. Jón Ólafur Daníelsson: Margir leikmenn spiluðu langt undir getu„Ég er mjög ósáttur með að tapa 3-0 og er einnig ósáttur með það hversu margir leikmenn spiluðu langt undir getu,“ sagði Jón Ólafur Daníelsson þjálfari Eyjastúlkna eftir 3-0 tap þeirra á heimavelli gegn toppliði Stjörnunnar. Sandra Erlingsdóttir spilaði í stöðu hægri bakvarðar en margar stelpur úr Eyjaliðinu eru meiddar. Sandra er einungis nýorðin 15 ára og spilar með 3. flokki ÍBV. Jón Ólafur hafði þetta um Söndru að segja: „Ég treysti henni fullkomlega, hún var í sjálfu sér eini kosturinn í dag til þess að koma inn í bakvörð og hún stóð sig með miklum sóma.“ Shaneka Gordon slapp ein í gegn í byrjun leiks en Eyjastúlkum tókst að klúðra því á einhvern hátt, hvernig sá Jón Ólafur það atvik? „Þær töluðu um að við hefðum átt að fá vítaspyrnu því hann fór í hendina á henni en ég sá hvorki atvikið né færið en mark úr því hefði breytt miklu í þessum leik,“ sagði Jón Óli að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira