Hljómsveitin kom síðast fram á Íslandi á útgáfutónleikum sínum í desember og segist Svala hlakka mikið til þess að spila aftur fyrir íslenska tónlistarunnendur.
„Það verður æði að spila aftur á Íslandi, og þá sérstaklega sem nýgift hjón,“ segir söngkonan glaðlega.
Meðlimir sveitarinnar, sem telur einnig Eddie Egilsson, bróður Einars, heldur aftur til Los Angeles þann 6. ágúst. „Þá tekur aftur við vinna. Ég er meðal annars að fara að kynna nýju fatalínuna mína og svo erum við að spila á fullu út um allt, semja og taka upp nýja plötu. Það er fullt af spennandi verkefnum í gangi,“ segir Svala að lokum.
Tónleikar Steed Lord fara fram á Faktorý á föstudagskvöldinu. Miða má nálgast hér.