Fótbolti

Steve Nash æfði með Inter

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nash á æfingu Inter í New Jersey í gær.
Nash á æfingu Inter í New Jersey í gær. Mynd/Heimasíða Inter
Körfuboltastjarnan Steve Nash upplifði draum í gær þegar hann mætti á æfingu með ítalska stórliðinu Inter frá Mílanó.

Ítalska liðið er á æfingaferðalagi í Bandaríkjunum og æfði með liðinu í New Jersey í gær. Nash er einn eigenda knattspyrnufélagsins Vancouver Whitecaps í Kanada en Nash hefur spilað knattspyrnu síðan hann sleit barnskónum og þykir vel liðtækur.

„Þarna varð draumur að veruleika. Ég var eins og lítill strákur á aðfangadagskvöld," sagði Nash um æfinguna með bandaríska stórliðinu.

Leikmenn Inter voru líka ánægðir með heimsókn NBA-stjörnunnar.

„Það var frábært að fá að hitta mann á borð við Steve sem er ekki bara flottur fulltrúi körfubolta heldur allra íþrótta. Að æfa með honum var sérstakt augnablik," sagði Esteban Cambiasso, miðjumaður Inter.

Nash, sem er 39 ára, hefur áður fengið að æfa með stórliðum á borð við Tottenham sem er hans uppáhaldslið. Marin Nash, bróður hans, hefur spilað 39 landsleiki fyrir Kanada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×