Aníta heims- og Evrópumeistari í sömu vikunni Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júlí 2013 14:45 Hlauparinn Aníta Hinriksdóttir varð rétt í þessu Evrópumeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíueftir virkilega spennandi hlaup. Aníta kom í mark á tímanum 2:01,14 eftir harða baráttu við hina úkraínsku Olena Sidorska sem kom í mark á tímanum 2:01.46. Sidorska var rétt á eftir henni allan síðari hringinn en Aníta gaf ekkert eftir og kom fyrst í mark. Aníta bætti sig um eina og hálfa sekúndu frá því í undanrásunum og sýndi það í dag að hún er tilbúinn að takast á við þær allra bestu í heiminum. Þess má geta að Aníta Hinriksdóttir er fædd 13. janúar árið 1996, ótrúlegt. Í síðustu viku varð Aníta heimsmeistari í sömu grein í 17 ára og yngri aldursflokknum. Mögnuð vika hjá stelpunni sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Okkar mesta efni í frjálsum íþróttum, svo eitt er víst. Bein lýsing frá hlaupinu.Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir keppir til úrslita í 800 metra hlaupi á Evrópumóti undir 19 ára sem fram fer þessa dagana í Rieti á Ítalíu. Til þess að fylgjast með lýsingunni þarf að vera inn í þessari frétt og ýta á refresh-takkann eða F5. Þá birtist lýsingin hér að neðan.Hér má sjá beina sjónvarpsútsendingu frá hlaupinu en Aníta keppir klukkan 15:15.Fyrir hlaupið:Aníta Hinriksdóttir er orðin Evrópumeistari eftir virkilega spennandi hlaup. Kom fyrst í mark á tímanum 2:01;16 Nú styttist í að ÍR-ingurinn fari af stað. Minnum á beina sjónvarpslýsingu hér að ofan. Frábært veður er á Ítalíu og allar aðstæður góður en það rigndi töluvert í undanrásunum þegar Aníta kom langfyrst í mark. Aníta varð heimsmeistari í 800 metra hlaupi um síðustu helgi í undir 17 ára aldursflokknum. Hún getur í dag unnið annað mótið á einni viku. Aníta á mikla möguleika á að bæta 30 ára gamalt mótsmet á EM U19 og jafnvel 25 ára gamalt Evrópumet U19. Hér að neðan má sjá ýmis met:Heimsmet U17 1:57,18 Yuan Wang, Kína - sett 1993.Heimsmet U19 1:54,01 Pamela Jelimo, Kenía - sett 2008.Evrópumet U19 1:59,17 Birte Bruhns, Austur-Þýskalandi - sett 1988.Mótsmet EM U19 - 2:00,25 Katrin Wühn, Austur-Þýskalandi - sett 1983. Aníta kom lang fyrst í mark í undanrásunum og kom í mark á tímanum 2:02,62, langt á undan næstu hlaupurum. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Sjá meira
Hlauparinn Aníta Hinriksdóttir varð rétt í þessu Evrópumeistari í 800 metra hlaupi 19 ára og yngri í Rieti á Ítalíueftir virkilega spennandi hlaup. Aníta kom í mark á tímanum 2:01,14 eftir harða baráttu við hina úkraínsku Olena Sidorska sem kom í mark á tímanum 2:01.46. Sidorska var rétt á eftir henni allan síðari hringinn en Aníta gaf ekkert eftir og kom fyrst í mark. Aníta bætti sig um eina og hálfa sekúndu frá því í undanrásunum og sýndi það í dag að hún er tilbúinn að takast á við þær allra bestu í heiminum. Þess má geta að Aníta Hinriksdóttir er fædd 13. janúar árið 1996, ótrúlegt. Í síðustu viku varð Aníta heimsmeistari í sömu grein í 17 ára og yngri aldursflokknum. Mögnuð vika hjá stelpunni sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Okkar mesta efni í frjálsum íþróttum, svo eitt er víst. Bein lýsing frá hlaupinu.Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir keppir til úrslita í 800 metra hlaupi á Evrópumóti undir 19 ára sem fram fer þessa dagana í Rieti á Ítalíu. Til þess að fylgjast með lýsingunni þarf að vera inn í þessari frétt og ýta á refresh-takkann eða F5. Þá birtist lýsingin hér að neðan.Hér má sjá beina sjónvarpsútsendingu frá hlaupinu en Aníta keppir klukkan 15:15.Fyrir hlaupið:Aníta Hinriksdóttir er orðin Evrópumeistari eftir virkilega spennandi hlaup. Kom fyrst í mark á tímanum 2:01;16 Nú styttist í að ÍR-ingurinn fari af stað. Minnum á beina sjónvarpslýsingu hér að ofan. Frábært veður er á Ítalíu og allar aðstæður góður en það rigndi töluvert í undanrásunum þegar Aníta kom langfyrst í mark. Aníta varð heimsmeistari í 800 metra hlaupi um síðustu helgi í undir 17 ára aldursflokknum. Hún getur í dag unnið annað mótið á einni viku. Aníta á mikla möguleika á að bæta 30 ára gamalt mótsmet á EM U19 og jafnvel 25 ára gamalt Evrópumet U19. Hér að neðan má sjá ýmis met:Heimsmet U17 1:57,18 Yuan Wang, Kína - sett 1993.Heimsmet U19 1:54,01 Pamela Jelimo, Kenía - sett 2008.Evrópumet U19 1:59,17 Birte Bruhns, Austur-Þýskalandi - sett 1988.Mótsmet EM U19 - 2:00,25 Katrin Wühn, Austur-Þýskalandi - sett 1983. Aníta kom lang fyrst í mark í undanrásunum og kom í mark á tímanum 2:02,62, langt á undan næstu hlaupurum.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Sjá meira