Tónlist

„Thrash“ í þrjátíu ár

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Meðlimir Metallica voru loðnir og bólóttir fyrir þrjátíu árum.
Meðlimir Metallica voru loðnir og bólóttir fyrir þrjátíu árum.
Dagurinn í dag er merkisdagur í sögu þungarokksins, en á þessum degi fyrir þrjátíu árum sendi hljómsveitin Metallica frá sér sína fyrstu plötu, Kill 'Em All.

Platan er ásamt nokkrum öðrum talin marka upphaf thrash-þungarokksins sem náði miklum vinsældum á 9. áratugnum og lifir góðu lífi enn í dag.

Hún kom út þann 25. júlí árið 1983 og hefur selst í fjórum milljónum eintaka. Samtals hefur hljómsveitin selt meira en 50 milljón plötur á heimsvísu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×