Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik vann öruggan sigur á kollegum sínum frá Danmörku 83-59 í æfingaleik í Ásgarði í Garðabæ í kvöld.
Strákarnir okkar höfðu frumkvæðið frá fyrstu mínútu þótt jafnt hefði verið á með liðunum í fyrri hálfleik. Ísland leiddi með fjórum stigum að loknum fyrsta leikhluta en í hálfleik stóðu leikar 35-32.
Í síðari hálfleik tóku íslensku strákarnir öll völd á vellinum. Þeir unnu þriðja leikhlutann með níu stigum og gengu frá Dönum í þeim fjórða. Í lokin var munurinn 24 stig og öruggur sigur í höfn.
Haukur Helgi Pálsson var stigahæstur okkar manna með 23 stig og tók auk þess 7 fráköst. Hlynur Bæringsson skoraði 19 stig auk þess að taka tíu fráköst.
Fyrr í kvöld mættust landslið þjóðanna skipuð leikmönnum 22 ára og yngri. Þar höfðu Danir betur og unnu öruggan sigur 83-69.
Kristófer Acox var langatkvæðamestur ungu strákanna með 20 stig og 11 fráköst.
Fínn sigur á Dönum | Myndasyrpa
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn
