Tökur Game of Thrones í fullum gangi á Þingvöllum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 26. júlí 2013 13:44 Frá tökum á Þingvöllum í dag. MYND/STÖÐ 2 Þrjú hundruð manna hópur tökuliðs og leikara Game of Thrones sjónvarpsþáttana kom hingað til lands á dögunum. Tökur hófust á mánudaginn og áætlað er að þær standi yfir í tvær vikur. Meðal tökustaða er Stekkjagjá á Þingvöllum og fara tökur þar fram þessa stundina. Myndirnar hér í fréttinni voru teknar á tökustaðnum í dag en fréttateymi Stöðvar 2 fékk að svipast þar um í dag. Þingvallanefnd veitti sérstakt leyfi fyrir tökum í þjóðgarðinum en tökur munu einnig fara fram í Þjórsárdal og á Hengilssvæðinu. Game of Thrones hópurinn hefur komið hingað til lands til að taka upp atriði fyrir aðra og þriðju seríu þáttana, í bæði skiptin að vetrarlagi. Það verður því spennandi að íslenskt landslag njóta sín í sumarskrúða í fjórðu seríu þáttana, sem verður frumsýnd næsta vor, og Stöð 2 mun sýna líkt og hinar seríurnar þrjár. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um tökurnar á Þingvöllum. Á sjónvarpssíðu Vísis er hægt að sjá ítarlegra viðtal við aðalframleiðanda þáttana hér á landi, Chris Newman.Leikarar í fullum skrúða á Þingvöllum.MYND/STÖÐ 2Stund milli stríða. Tökulið og leikarar fá sér hádegismat.MYND/STÖÐ 2Þingvellir skarta sumarskrúða á meðan tökum stendur. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig landslagið kemur út í þáttunum.MYND/STÖÐ 2 Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Þrjú hundruð manna hópur tökuliðs og leikara Game of Thrones sjónvarpsþáttana kom hingað til lands á dögunum. Tökur hófust á mánudaginn og áætlað er að þær standi yfir í tvær vikur. Meðal tökustaða er Stekkjagjá á Þingvöllum og fara tökur þar fram þessa stundina. Myndirnar hér í fréttinni voru teknar á tökustaðnum í dag en fréttateymi Stöðvar 2 fékk að svipast þar um í dag. Þingvallanefnd veitti sérstakt leyfi fyrir tökum í þjóðgarðinum en tökur munu einnig fara fram í Þjórsárdal og á Hengilssvæðinu. Game of Thrones hópurinn hefur komið hingað til lands til að taka upp atriði fyrir aðra og þriðju seríu þáttana, í bæði skiptin að vetrarlagi. Það verður því spennandi að íslenskt landslag njóta sín í sumarskrúða í fjórðu seríu þáttana, sem verður frumsýnd næsta vor, og Stöð 2 mun sýna líkt og hinar seríurnar þrjár. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Stöðvar 2 um tökurnar á Þingvöllum. Á sjónvarpssíðu Vísis er hægt að sjá ítarlegra viðtal við aðalframleiðanda þáttana hér á landi, Chris Newman.Leikarar í fullum skrúða á Þingvöllum.MYND/STÖÐ 2Stund milli stríða. Tökulið og leikarar fá sér hádegismat.MYND/STÖÐ 2Þingvellir skarta sumarskrúða á meðan tökum stendur. Það verður forvitnilegt að sjá hvernig landslagið kemur út í þáttunum.MYND/STÖÐ 2
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein